Innlent

Hnúfubakar gera loðnusjómönnum erfitt fyrir

Gissur Sigurðsson skrifar
Stórir hnúfubakar í tuga- eða jafnvel hundraðtali gera loðnusjómönnum erfitt fyrir við veiðarnar og virðast hátækni hvalafælur hafa lítil sem engin áhrif á þá.

Sex eða sjö loðnuskip voru á litlu svæði dúpt norður af Vestfjörðum í nótt þar sem lóðaði á loðnu, en þótt skipstjórarnir reyndu að kasta nótum sínum fjarri hvölunum, dúkkuðu þeir óðar upp og jafnvel inni í nótunum. Þegar þeir lokast inn í nótunum rífa þeir sér leið út úr þeim og valda við það mismiklu tjóni og töfum frá veiðum vegna viðgerða. að minnstakosti tvö skipanna fengu tvo háhyrninga inn í veiðarfæri í nótt, þrátt fyrir allar varúðaraðgerðir.

Þá eru nokkur skipanna að reyna hvalafælur, sem gefa frá sér hátíðnihljóð sem eiga að fæla hvalina frá, en það hefur ekki borið árangur enn sem komið er. Ástæða þessa er að hvalirnir eru að elta sömu loðnu og sjómennirnir, hvalirnir sér til átu, en sjómennirnir sér til lífsviðurværis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×