Innlent

Innbrotafaraldur - þjófar fara inn um svefnherbergisglugga

Undanfarna daga hefur verið brotist inn í nokkur einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu. Í öllum tilvikum er aðferð þjófanna sú saman. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu brjóta þjófarnir upp stormjárn og fara inn um svefnherbergisglugga.

Svo virðist sem að þjófarnir séu eingöngu á höttunum eftir skartgripum því öðru hefur ekki verið stolið í þessum innbrotum.

Lögreglan hvetur fólk til að láta vita um grunsamlegar mannaferðir, ekki síst í íbúðarhverfum. Innbrot á heimili eiga sér oft stað að degi til og þá geta upplýsingar, til dæmis frá nágrönnum, ráðið miklu enda fylgjast innbrotsþjófar gjarnan með húsum áður en þeir láta til skarar skríða.

Hægt er að hafa samband við lögreglu í síma 112 eða 444-1000. Þá er einnig hægt að koma ábendingum á framfæri á netfangið abending@lrh.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×