Innlent

Sextíu og fimm ár frá björgunarafrekinu við Látrabjarg

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Notaðar voru myndir sem teknar voru þegar Sargon strandaði.
Notaðar voru myndir sem teknar voru þegar Sargon strandaði.
Sextíu og fimm ár eru í dag liðin frá einu frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar breska skipið Dhoon strandaði við Látrabjarg. Heimamenn á Látrum og nágrenni björguðu þar breskum skipverjum með því að síga niður bjargið og strengja línu að bátnum til þess að bjarga skipverjunum.

Í tilefni af 65 ára afmæli björgunarafreksins hafa nokkrir félagar úr Bræðrabandinu og björgunarsveitinn Blakk ákveðið að ganga frá Látrum að minnisvarða í botni Geldingsskorardals. Á vef Slysavarnarfélagsins Landsbjargar segir að lagt verði af stað frá Látrum um hádegisbil laugardaginn 15. desember ef hægt verður að komast þangað.

Ári eftir að Dhoon strandaði var tekin upp myndin Björgunarafrekið við Látrabjarg. Notaðar voru myndir sem teknar voru þegar annar breskur togari, Sargon, strandaði á svipuðum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×