Fólk er að leita að því sérstaka - 12.12.12 í dag Boði Logason skrifar 12. desember 2012 10:34 „Ég er að fara gifta klukkan sjö í kvöld, það er skemmtilegt því maður giftir ekki oft á miðvikudögum," segir séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur. Í dag er síðasti dagurinn á þessari öld þar sem tölurnar í dagsetningunni eru þær sömu, 12.12.12. Þeir prestar sem fréttastofa ræddi við í morgun eru sammála um það að fólk sé spennt fyrir þessari einstöku dagsetningu en öðrum. Í Bandaríkjunum er áætlað að 7500 brúðkaup fari fram í dag, að sögn AFP-fréttastofunnar. Séra Vigfús Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi, segir hann hafi verið beðinn um að skíra í kvöld en sé því miður upptekinn. „Það er ekki mikið í gangi með giftingar hjá mér í dag, af því þetta er náttúrulega miðvikudagur og annar tími á Aðventunni," segir hann. Vigfús og Hjálmar segja þó báðir að fjölmargar beiðnir hafi borist um að gifta á næsta ári, nánar tiltekið sjöunda september, 07.09.13, en sá dagur er einmitt laugardagur. „Þetta er saklaus hjátrú, núna er fólk að leita að hinu sérstaka í þessum einstöku dagsetningum," segir Hjálmar. Þeir rifja upp dagsetninguna 07.07.07, en sá dagur var laugardagur - og í júlí - sem er vinsæll mánuður hjá verðandi hjónum að gifta sig. „Ég gifti átta sinnum þann dag og síðasta brúðkaupið var í Keflavík. Það var ekki laust við að maður var orðinn örlítið þreyttur en ég hef aldrei gift svona oft á einum degi," segir Vigfús. Hjálmar var einnig upptekinn þann dag. „Ég gifti líka átta sinnum, það var nóg að gera þennan dag." „Á stórum dögum í júlí er ekkert óalgegnt að maður gifti kannski þrisvar sinnum, en það er ekki venjulegt að gifta átta sinnum á einum degi," segir Vigfús kíminn. Vigfús segir að ekki sé mikið að gera í giftingum þessa daganna. „Það er smá stopp núna en fólk virðist ætla að drífa sig í þessu næsta sumar. Það er búið að panta hjá mér fleiri giftingar næsta sumar en var í allt sumar, og það er enn bara desember. Ég held að fólk sé að átta sig á því að það sé hægt að gifta sig án þess að það kosti, eina eða tvær milljónir. Fólk er meira farið að gera þetta bara sjálft, grilla í garðinum og halda veisluna heima," segir hann. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
„Ég er að fara gifta klukkan sjö í kvöld, það er skemmtilegt því maður giftir ekki oft á miðvikudögum," segir séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur. Í dag er síðasti dagurinn á þessari öld þar sem tölurnar í dagsetningunni eru þær sömu, 12.12.12. Þeir prestar sem fréttastofa ræddi við í morgun eru sammála um það að fólk sé spennt fyrir þessari einstöku dagsetningu en öðrum. Í Bandaríkjunum er áætlað að 7500 brúðkaup fari fram í dag, að sögn AFP-fréttastofunnar. Séra Vigfús Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi, segir hann hafi verið beðinn um að skíra í kvöld en sé því miður upptekinn. „Það er ekki mikið í gangi með giftingar hjá mér í dag, af því þetta er náttúrulega miðvikudagur og annar tími á Aðventunni," segir hann. Vigfús og Hjálmar segja þó báðir að fjölmargar beiðnir hafi borist um að gifta á næsta ári, nánar tiltekið sjöunda september, 07.09.13, en sá dagur er einmitt laugardagur. „Þetta er saklaus hjátrú, núna er fólk að leita að hinu sérstaka í þessum einstöku dagsetningum," segir Hjálmar. Þeir rifja upp dagsetninguna 07.07.07, en sá dagur var laugardagur - og í júlí - sem er vinsæll mánuður hjá verðandi hjónum að gifta sig. „Ég gifti átta sinnum þann dag og síðasta brúðkaupið var í Keflavík. Það var ekki laust við að maður var orðinn örlítið þreyttur en ég hef aldrei gift svona oft á einum degi," segir Vigfús. Hjálmar var einnig upptekinn þann dag. „Ég gifti líka átta sinnum, það var nóg að gera þennan dag." „Á stórum dögum í júlí er ekkert óalgegnt að maður gifti kannski þrisvar sinnum, en það er ekki venjulegt að gifta átta sinnum á einum degi," segir Vigfús kíminn. Vigfús segir að ekki sé mikið að gera í giftingum þessa daganna. „Það er smá stopp núna en fólk virðist ætla að drífa sig í þessu næsta sumar. Það er búið að panta hjá mér fleiri giftingar næsta sumar en var í allt sumar, og það er enn bara desember. Ég held að fólk sé að átta sig á því að það sé hægt að gifta sig án þess að það kosti, eina eða tvær milljónir. Fólk er meira farið að gera þetta bara sjálft, grilla í garðinum og halda veisluna heima," segir hann.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent