Fólk er að leita að því sérstaka - 12.12.12 í dag Boði Logason skrifar 12. desember 2012 10:34 „Ég er að fara gifta klukkan sjö í kvöld, það er skemmtilegt því maður giftir ekki oft á miðvikudögum," segir séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur. Í dag er síðasti dagurinn á þessari öld þar sem tölurnar í dagsetningunni eru þær sömu, 12.12.12. Þeir prestar sem fréttastofa ræddi við í morgun eru sammála um það að fólk sé spennt fyrir þessari einstöku dagsetningu en öðrum. Í Bandaríkjunum er áætlað að 7500 brúðkaup fari fram í dag, að sögn AFP-fréttastofunnar. Séra Vigfús Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi, segir hann hafi verið beðinn um að skíra í kvöld en sé því miður upptekinn. „Það er ekki mikið í gangi með giftingar hjá mér í dag, af því þetta er náttúrulega miðvikudagur og annar tími á Aðventunni," segir hann. Vigfús og Hjálmar segja þó báðir að fjölmargar beiðnir hafi borist um að gifta á næsta ári, nánar tiltekið sjöunda september, 07.09.13, en sá dagur er einmitt laugardagur. „Þetta er saklaus hjátrú, núna er fólk að leita að hinu sérstaka í þessum einstöku dagsetningum," segir Hjálmar. Þeir rifja upp dagsetninguna 07.07.07, en sá dagur var laugardagur - og í júlí - sem er vinsæll mánuður hjá verðandi hjónum að gifta sig. „Ég gifti átta sinnum þann dag og síðasta brúðkaupið var í Keflavík. Það var ekki laust við að maður var orðinn örlítið þreyttur en ég hef aldrei gift svona oft á einum degi," segir Vigfús. Hjálmar var einnig upptekinn þann dag. „Ég gifti líka átta sinnum, það var nóg að gera þennan dag." „Á stórum dögum í júlí er ekkert óalgegnt að maður gifti kannski þrisvar sinnum, en það er ekki venjulegt að gifta átta sinnum á einum degi," segir Vigfús kíminn. Vigfús segir að ekki sé mikið að gera í giftingum þessa daganna. „Það er smá stopp núna en fólk virðist ætla að drífa sig í þessu næsta sumar. Það er búið að panta hjá mér fleiri giftingar næsta sumar en var í allt sumar, og það er enn bara desember. Ég held að fólk sé að átta sig á því að það sé hægt að gifta sig án þess að það kosti, eina eða tvær milljónir. Fólk er meira farið að gera þetta bara sjálft, grilla í garðinum og halda veisluna heima," segir hann. Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
„Ég er að fara gifta klukkan sjö í kvöld, það er skemmtilegt því maður giftir ekki oft á miðvikudögum," segir séra Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur. Í dag er síðasti dagurinn á þessari öld þar sem tölurnar í dagsetningunni eru þær sömu, 12.12.12. Þeir prestar sem fréttastofa ræddi við í morgun eru sammála um það að fólk sé spennt fyrir þessari einstöku dagsetningu en öðrum. Í Bandaríkjunum er áætlað að 7500 brúðkaup fari fram í dag, að sögn AFP-fréttastofunnar. Séra Vigfús Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi, segir hann hafi verið beðinn um að skíra í kvöld en sé því miður upptekinn. „Það er ekki mikið í gangi með giftingar hjá mér í dag, af því þetta er náttúrulega miðvikudagur og annar tími á Aðventunni," segir hann. Vigfús og Hjálmar segja þó báðir að fjölmargar beiðnir hafi borist um að gifta á næsta ári, nánar tiltekið sjöunda september, 07.09.13, en sá dagur er einmitt laugardagur. „Þetta er saklaus hjátrú, núna er fólk að leita að hinu sérstaka í þessum einstöku dagsetningum," segir Hjálmar. Þeir rifja upp dagsetninguna 07.07.07, en sá dagur var laugardagur - og í júlí - sem er vinsæll mánuður hjá verðandi hjónum að gifta sig. „Ég gifti átta sinnum þann dag og síðasta brúðkaupið var í Keflavík. Það var ekki laust við að maður var orðinn örlítið þreyttur en ég hef aldrei gift svona oft á einum degi," segir Vigfús. Hjálmar var einnig upptekinn þann dag. „Ég gifti líka átta sinnum, það var nóg að gera þennan dag." „Á stórum dögum í júlí er ekkert óalgegnt að maður gifti kannski þrisvar sinnum, en það er ekki venjulegt að gifta átta sinnum á einum degi," segir Vigfús kíminn. Vigfús segir að ekki sé mikið að gera í giftingum þessa daganna. „Það er smá stopp núna en fólk virðist ætla að drífa sig í þessu næsta sumar. Það er búið að panta hjá mér fleiri giftingar næsta sumar en var í allt sumar, og það er enn bara desember. Ég held að fólk sé að átta sig á því að það sé hægt að gifta sig án þess að það kosti, eina eða tvær milljónir. Fólk er meira farið að gera þetta bara sjálft, grilla í garðinum og halda veisluna heima," segir hann.
Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira