Innlent

Aron Pálmarsson gaf minningarsjóði Sigrúnar Mjallar 500 þúsund

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aron Pálmarsson, til hægri, ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni.
Aron Pálmarsson, til hægri, ásamt Guðjóni Val Sigurðssyni. Mynd/ Vilhelm.
Aron Pálmarsson landsliðsmaður í handbolta hefur ákveðið að styrkja Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar um 450 þúsund krónur og þar með tvöfalda þá upphæð sem er til úthlutunar. Á vefsíðu sinni segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, faðir Sigrúnar Mjallar, að Aron hafi haft samband við sig daginn sem auglýsingin um styrki úr sjóðnum var birt og lýst yfir áhuga að koma að starfi sjóðsins. Hann sagðist hafa fylgst með sögu Sigrúnar Mjallar og umræðunni um fíkniefnanotkun unglinga.

„Aron Pálmarsson er fyrirmynd á svo marga vegu. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann náð mjög langt í handboltanum og spilar nú með besta handboltaliði í heimi. Landsmenn, bæði ungir sem aldnir hafa fylgst með þessum unga manni ná ótrúlegum árangri í íþrótt sinni og með framkomu og árangri hefur hann mikil áhrif á fólk, bæði innanlands sem utan," segir Jóhannes á bloggi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×