Innlent

Stútfullur af fíkniefnum á fertugsaldrinum

Lögreglan á Suðurnesjum handtók ökumann á fertugsaldri sem reyndist hafa neytt fjögurra tegunda af fíkniefnum.

Sýnatökur staðfestu að maðurinn var stútfullur af fíkniefnum, en hann hafði neytt amfetamíns, metamfetamíns, kókaíns og kannabisefna. Hann hafði að auki áður verið sviptur ökuréttindum.

Þá stöðvaði lögreglan för tvítugs ökumanns sem var réttindalaus. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í vikunni og númer klippt af tveimur bifreiðum þar sem þær voru ótryggðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×