Gylfi segir sig úr Samfylkingunni 14. desember 2012 14:10 Gylfi Arnbjörnsson, Forseti ASÍ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni, Gylfi Arnbjörnsson, Forseti ASÍ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni, en hann sendi fjölmiðlum einnig afsögn sína. Þar segir Gylfi meðal annars um ástæðu þess að hann segi sig úr flokknum: „Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni." Hann bætir svo við: „Það afskiptaleysi, áhugaleysi, skilningsleysi og á stundum bein andstaða flokksforystunnar við mikilvæga hagsmuni almenns launafólks hefur fyllt mælinn." Gylfi og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, tókust harkalega á í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi vegna auglýsingar sem Gylfi birti í fjölmiðlum, en Steingrímur sagði þær innihalda lygar. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Gylfi sem hann sendi Samfylkingunni og fjölmiðlum: Yfirlýsing Þegar Samfylkingin var stofnuð ákvað ég í fyrsta skipti á ævinni að ganga í stjórnmálaflokk. Það gerði ég vegna þess að ég taldi að með stofnun hennar hefði loksins orðið til það afl á vettvangi stjórnmálanna þar sem grunngildi hinnar norrænu jafnaðarmennsku, sem á rætur sínar í grunngildum verkalýðshreyfingarinnar um jafnrétti og bræðralag , ættu sér skjól og öflugan málsvara á vettvangi stjórnmálanna. Jafnframt bauð ég mig til starfa á vettvangi flokksins og vildi með því taka þátt í að móta stefnu hans og deila langri reynslu af þátttöku í baráttunni fyrir hagsmunum launafólks. Smátt og smátt hef ég þó dregið mig út úr þessu starfi og eftir að flokkurinn komst til valda árið 2007 hefur það ítrekað gerst, að Samfylkingin hefur í verki fjarlægst þau grundvallarsjónarmið sem ég tel að flokkurinn eigi að byggja stefnu sína og aðgerðir á. Eftir að ég var kjörin forseti Alþýðusambands Íslands hætti ég með öllu beinum afskiptum af starfi flokksins. Það gerði ég bæði vegna ítrekaðra árekstra um einstök mál sem Alþýðusambandið hefur lagt áherslu á og eins vegna þess að mér fannst það ekki lengur samræmast stöðu minni að vera virkur í flokkstarfi. Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni. Það afskiptaleysi, áhugaleysi, skilningsleysi og á stundum bein andstaða flokksforystunnar við mikilvæga hagsmuni almenns launafólks hefur fyllt mælinn. Hér á m.a. í hlut hik og aðgerðaleysi í atvinnusköpun, endurteknar skerðingar á réttindum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleitenda og nú síðast skattlagning á lífeyrisréttindi almenns launafólks á sama tíma og réttindi ráðherra, þingmanna, æðstu embættismanna og þeirra opinberu starfsmanna sem eiga aðild að opinberu lífeyrissjóðunum eru varin með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Í öllum þessum málum tel ég að forysta og þingflokkur Samfylkingarinnar hafi snúið baki við hagsmunum launafólks á almennum vinnumarkaði, þess fólks sem treyst hefur verkalýðshreyfingunni fyrir mikilvægum hagsmunum sínum. Tel ég þetta svo alvarlegt að ég vil ekki lengur sem forustumaður innan verkalýðshreyfingarinnar og sem jafnaðarmaður bera á þessari stefnu þá ábyrgð sem felst í aðild minni að flokknum. Ég segi mig því hér með formlega úr Samfylkingunni. Reykjavík, 14. desember 2012, Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, Forseti ASÍ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni, en hann sendi fjölmiðlum einnig afsögn sína. Þar segir Gylfi meðal annars um ástæðu þess að hann segi sig úr flokknum: „Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni." Hann bætir svo við: „Það afskiptaleysi, áhugaleysi, skilningsleysi og á stundum bein andstaða flokksforystunnar við mikilvæga hagsmuni almenns launafólks hefur fyllt mælinn." Gylfi og Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, tókust harkalega á í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi vegna auglýsingar sem Gylfi birti í fjölmiðlum, en Steingrímur sagði þær innihalda lygar. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Gylfi sem hann sendi Samfylkingunni og fjölmiðlum: Yfirlýsing Þegar Samfylkingin var stofnuð ákvað ég í fyrsta skipti á ævinni að ganga í stjórnmálaflokk. Það gerði ég vegna þess að ég taldi að með stofnun hennar hefði loksins orðið til það afl á vettvangi stjórnmálanna þar sem grunngildi hinnar norrænu jafnaðarmennsku, sem á rætur sínar í grunngildum verkalýðshreyfingarinnar um jafnrétti og bræðralag , ættu sér skjól og öflugan málsvara á vettvangi stjórnmálanna. Jafnframt bauð ég mig til starfa á vettvangi flokksins og vildi með því taka þátt í að móta stefnu hans og deila langri reynslu af þátttöku í baráttunni fyrir hagsmunum launafólks. Smátt og smátt hef ég þó dregið mig út úr þessu starfi og eftir að flokkurinn komst til valda árið 2007 hefur það ítrekað gerst, að Samfylkingin hefur í verki fjarlægst þau grundvallarsjónarmið sem ég tel að flokkurinn eigi að byggja stefnu sína og aðgerðir á. Eftir að ég var kjörin forseti Alþýðusambands Íslands hætti ég með öllu beinum afskiptum af starfi flokksins. Það gerði ég bæði vegna ítrekaðra árekstra um einstök mál sem Alþýðusambandið hefur lagt áherslu á og eins vegna þess að mér fannst það ekki lengur samræmast stöðu minni að vera virkur í flokkstarfi. Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni. Það afskiptaleysi, áhugaleysi, skilningsleysi og á stundum bein andstaða flokksforystunnar við mikilvæga hagsmuni almenns launafólks hefur fyllt mælinn. Hér á m.a. í hlut hik og aðgerðaleysi í atvinnusköpun, endurteknar skerðingar á réttindum elli- og örorkulífeyrisþega og atvinnuleitenda og nú síðast skattlagning á lífeyrisréttindi almenns launafólks á sama tíma og réttindi ráðherra, þingmanna, æðstu embættismanna og þeirra opinberu starfsmanna sem eiga aðild að opinberu lífeyrissjóðunum eru varin með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga. Í öllum þessum málum tel ég að forysta og þingflokkur Samfylkingarinnar hafi snúið baki við hagsmunum launafólks á almennum vinnumarkaði, þess fólks sem treyst hefur verkalýðshreyfingunni fyrir mikilvægum hagsmunum sínum. Tel ég þetta svo alvarlegt að ég vil ekki lengur sem forustumaður innan verkalýðshreyfingarinnar og sem jafnaðarmaður bera á þessari stefnu þá ábyrgð sem felst í aðild minni að flokknum. Ég segi mig því hér með formlega úr Samfylkingunni. Reykjavík, 14. desember 2012, Gylfi Arnbjörnsson
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira