Innlent

Segir ekkert hæft í því að Eir hafi misnotað fé úr framkvæmdasjóði aldraðra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigurður Rúnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Eirar, segir ekkert hæft í því að heimilið hafi misnotað fé frá framkvæmdasjóði aldraðra, eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar og hérna á Vísi.

Hann segir aftur á móti að Eir hafi haft frumkvæði að því að kanna hvort heimilið ætti að skila styrk sem fenginn var frá sjóðnum. Ástæðan er sú að Eir fékk styrk til byggingaframkvæmda í Mosfellsbæ.

Þegar verkinu var ekki lokið tók Mosfellsbæ yfir bygginguna, og þá segist Sigurður hafa haft samband við ráðuneytið til að fá að vita hvort ætti að endurgreiða mismuninn og hvort ætti þá að greiða Mosfellsbæ hann eða framkvæmdasjóði aldraðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×