Innlent

Rafbílasambandið stofnað í Kringlunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rafbílasamband Íslands hefur verið stofnað. Stofnfundurinn var í Kringlunni.
Rafbílasamband Íslands hefur verið stofnað. Stofnfundurinn var í Kringlunni.
Rafbílasamband Íslands, sem er samband eigenda og söluaðila rafbíla, var stofnað í dag. Um 20 rafbílar eru nú þegar á Íslandi og mættu 8 rafbílaeigendur í Kringluna til að taka þátt í stofnun félagsins. Íslandsmet var slegið í leiðinni, því aldrei hafa jafn margir rafbílar verið samankomnir á einum stað á Íslandi áður.

Tilgangur Rafbílasambandsins er:

1. Að vera í málsvari fyrir sambandsaðila um málefni rafbílgreinarinnar gagnvart öllum opinberum aðilum, samtökum, framleiðendum, öðrum viðskiptamönnum og almenningi.

2. Að efla og þróa rafbílgreinina á Íslandi, með því að:

· a. halda utan um stefnumörkun í málefnum rafbílgreinarinnar.

· b. vinna að eflingu menntunar til aukinnar þekkingar innan rafbílgreinarinnar.

· c. vinna að eflingu faglegra vinnubragða innan rafbílgreinarinnar.

· d. vinna að því að viðhafðir séu réttmætir viðskiptahættir innan rafbílgreinarinnar.

· e. vera í forsvari fyrir rafbílgreinina við gerð kjarasamninga sem stuðli að gagnkvæmum hag samnings­aðila.

· f. Að stofna til, skipuleggja og halda sýningar á rafbílum, hlutum tengdum þeim og iðnaðinum í heild.

3. Að vera sambandsaðilum leiðbeinandi um gildi faglegra vinnubragða til aukinnar hagkvæmni og arðsemi í rekstri sambandsaðila.

4. Vinna að umhverfisvernd og stuðla að bættri umferðarmenningu og auknu umferðaröryggi.

5. Að láta til sín taka öll málefni sem hafa almenna þýðingu fyrir sambandsaðila og eflingu rafbíla­greinarinnar í landinu.

Þegar þessir 8 rafbílar lögðu af stað út í umferðina í morgun voru þeir búnir að hlaða inn á sig yfir nóttina rúmlega 1000 km og gætu því sparað um 100 lítra af bensíni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×