Innlent

Gistináttaskattur hækki ekki fyrr en eftir sumarið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði í dag fram breytingatillögu við fjárlagafrumvarpið sem felur í sér að frestað verður gildistöku fyrirhugaðrar hækkunar virðisaukaskatts á útleigu hótel- og gistiherbergja úr 7% í 14% þannig að hún taki ekki gildi fyrr en 1. september 2013. Í tillögunni segir að tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti lækki um 575 milljónir króna frá því sem áætlað var. Breytingatillagan er lögð fram til að koma til móts við athugasemdir hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni sem hafa margir hverjir nú þegar samið um verð á leigu herbergja fyrir næsta sumar.

Í frétt sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 og á Vísi á dögunum var greint frá því að aðilar ferðaþjúnustunnari hafi lagt áherslu á að allar hækkanir á sköttum yrðu gerðar með minnst 20 mánaða fyrirvara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×