Innlent

Slasaðist í bílveltu skammt frá Borgarnesi

Bíll valt út af þjóðveginum á Mýrum, skammt frá Borgarnesi rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.

Ökumaður, sem var einn í bílnum, var fluttur með sjúkarbíl og lagður inn á slysadeild Landspítalans í Reykjavík.

Tildrög liggja ekki fyrir og fréttastofunni er ekki kunnugt um hversu alvarlega ökumaðurinn er meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×