Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar í vor. Sigmundur, sem jafnframt er formaður flokksins, fékk tæp 63 prósent atkvæða.
Höskuldur Þór Þórhallsson, sem var í öðru sæti fyrir síðustu kosningar, og Sigmundur Davíð sóttust báðir eftir fyrsta sæti. Höskuldur hlaut 35 prósent atkvæða í dag.
Höskuldur hefur ákveðið að bjóða sig fram í annað sæti. Alls sækjast sjö einstaklingar nú eftir því sæti. Niðurstaðan ætti að liggja fyrir von bráðar.
Sigmundur Davíð leiðir í Norðausturkjördæmi

Mest lesið
Fleiri fréttir
