Innlent

Guðlaugur Þór um nauðasamningana: Það vantar eftirlit með eftirlitinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðarson segir fundinn í morgun hafa verið afar góðan.
Guðlaugur Þór Þórðarson segir fundinn í morgun hafa verið afar góðan.
Þótt Seðlabankinn, sem hefur eftirlit með gjaldeyrishöftunum, lofi góðu samstarfi við þingið varðandi nauðasamninga bankanna, þá er bankinn lögum samkvæmt einvaldur. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.

Nefndin fundaði með Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og Sigríði Benediktsdóttur, framkvæmdastjóra fjármálastöðugleika um nauðsamninga slitastjórna bankanna. Samningarnir, sem framundan eru, geta haft gríðarleg áhrif á efnahagslíf Íslendinga vegna erlends gjaldeyris sem kann að fara úr landi. Guðlaugur Þór segir fundinn í morgun hafa verið mjög góðan. Hins vegar standi tvær spurningar eftir.

„Hver hefur eftirlit með eftirlitinu? Samkvæmt lögum er það þannig að Seðlabankinn veitir undanþágur og þarf ekkert að spyrja einn né neinn. Þeir hafa vissulega góð orð um það að þeir ætli að hafa samráð, en það er ekkert fast í hendi," segir hann. Það þurfi því að svara þeirri spurningu hverjir muni hafa eftirlit með aðgerðum Seðlabankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×