Innlent

Jón þarf að endurgreiða hálfan milljarð

Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson.
Vatnskónginum Jóni Ólafssyni hefur verið gert að endurgreiða Landsbankanum tæplega hálfan milljarð, eða um 450 milljónir, sem félagið Jervistone Ltd fékk árið 2006 en Jón gekkst í sjálfsskuldaábyrgð fyrir fyrirtækið sem var staðsett á Bresku jómfrúareyjunum.

Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem kvað upp úrskurðinn í dag en Jón vildi meina að Landsbankinn ætti ekki aðild að málinu þar sem bankinn sem hann fékk lánið hjá, Sparisjóður Keflavíkur, væri farinn í þrot, og sá sem stefndi honum, Landsbankinn, ætti því ekki kröfuna á sig þar sem hún hefði aldrei verið flutt með löglegum hætti yfir í Landsbankann. Eins og kunnugt er tók Landspankinn yfir Spkef og fleiri sparisjóðir þegar bankarnir fóru í þrot.

Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að rök Jóns um aðildarskort væru haldlaus. Jón hefur rekið vatnsverksmiðju nærri Þorlákshöfn síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×