Innlent

Hlemmur skreyttur hátt og lágt

JHH skrifar
Svona leit Hlemmur út í dag.
Svona leit Hlemmur út í dag. Mynd/ Anton.
Hlemmur var skreyttur á laugardaginn í anda kvikmyndarinnar Christmas Vacation. Stemning níunda áratugarins svífur yfir vötnum og meðal annars hefur verið settur upp „sýningargluggi inn í fortíðina þar sem fótanuddtæki og aðrar lífsnauðsynjar fyrri tíma fá að njóta sín,“ segir í frétt á vef Reykjavíkurborgar. Alla laugardaga til jóla er svo boðið upp á tónleikaröðina „Hangið á Hlemmi“. Þeir hefjast um klukkan þrjú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×