Innlent

Gísli á Uppsölum veltir Arnaldi úr sessi

Gísli á Uppsölum er fyrir löngu samofin íslensku þjóðarsálinni.
Gísli á Uppsölum er fyrir löngu samofin íslensku þjóðarsálinni.
Gísli á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur, er söluhæsta bók síðustu viku samkvæmt metsölulista Félags bókaútgefanda.

Þetta þykja talsverð tíðindi í ljósi þess að höfundur tekur þarna hásætið af glæpakóngi Íslands, Arnaldi Indriðasyni, sem hefur verið þaulsetinn á toppnum síðustu ár. Með undantekningu þó.

Bók hans, Reykjavíkurnætur, er því í öðru sæti en í því þriðja er bókin Hárið eftir Theódóru Mjöll. Sú bók virðist kærkomin viðbót við bókaflóru landsins ef tekið er mið af sölulistum.

Það er ekki fyrr en í fjórða sæti sem maður finnur á ný glæpasögu, en þar situr Yrsa Sigurðardóttir með bók sína Kuldi.

Í því fimmta er svo Útkall eftir Óttar Sveinsson. Í sjötta sæti er Aukaspyrna á Akureyri eftir Gunnar Helgason. Í því sjöunda er blætisbókin Fimmtíu dekkri skuggar, sem er framhald af Fimmtíu gráum skuggum.

Það er Disneyheimurinn sem vermir tvö næstu sæti, annarsvegar með Jólasyrpunni og svo stóru Disney heimilisréttabókinni. Fyrstu og einu fagurbókmenntirnar eru svo að finna í tíunda sæti. Það er bókin Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×