Innlent

Dó eftir að hafa fallið niður af Dronning Louises brúnni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brúin sem um ræðir.
Brúin sem um ræðir.
Fyrir tæpum sex árum síðan drukknaði grænlenskur maður í vatninu fyrir neðan Dronning Louises brúnna. Á þessum sama stað bjargaðist 27 ára gömul kona eftir að hafa fallið í ískalt vatnið þar um siðustu helgi. Maðurinn sem féll í vatnið árið 2007, var mjög ölvaður og hafði verið að reyna að standa uppi á grindverki á brúnni og halda jafnvægi.

Íslenska konan datt á svipuðum stað. Vinur hennar stökk strax á eftir henni. Þyrla frá Ríkisspítalanum var kölluð á staðinn til að leita að konunni og maðurinn bjargaðist á land. Konan var í vatninu í um hálftíma áður en hún bjargaðist. Hún var strax flutt á Ríkisspítalann og lögð inn, en útskrifaðist degi seinna.

Fjallað er um málið á vefnum 2200 N.dk
.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×