Innlent

Tíu töff gististaðir í Reykjavík

BBI skrifar
Myndin er tekin á Hótel Borg.
Myndin er tekin á Hótel Borg.
Ferðasíðan The Global grasshopper birti í dag samantekt á tíu töff og óvenjulegum hótelum og gistiheimilum í Reykjavíkurborg. Þar kennir ýmissa grasa en raunar virðist eitthvað hafa skolast til hjá blaðamanninum því nokkur hótelanna eru á landsbyggð Íslands í órafjarlægð frá Reykjavík.

Á lista ferðasíðunnar yfir tíu bestu gististaðina eru KEX Hostel, 101 Hotel, Hótel Kerlingarfjöll, CenterHotel Þingholt, Icelandair Hotel Reykjavík Marina, Hotel Reykjavík Centrum, 4th Floor Hotel, Hotel Borg, Hotel Glymur og Peace Center Guest House sem öllu eru sögð afbragðsfínir staðir til að dvelja á.

Hér má nálgast umfjöllun ferðasíðunnar um hótelin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×