Fóru á Þjóðminjasafnið í stað kirkjunnar Erla Hlynsdóttir skrifar 7. desember 2012 21:13 Nokkur börn úr leikskólanum Hagaborg heimsóttu Þjóðminjasafnið í morgun á meðan hin hittu prest í Neskirkju. Þessi leið var farin eftir að ósátt foreldri gagnrýndi að engin dagskrá væri fyrir börn sem ekki færu í kirkju með leikskólanum. Ekki er um framtíðarlausn að ræða. Móðir þriggja ára drengs á Hagaborg birti í gær grein á Facebook, sem vakti mikla athygli, um að sonur hennar væri hafður útundan þar sem fjölskyldan sé ekki kristin og að það sé brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að mismuna börnum eftir trúarbrögðum. „Þetta eiginlega hófst fyrir ári þegar kirkjuferðir voru farnar á Hagaborg. Þá kom í ljós að það var ekkert í boði fyrir börn sem áttu ekki að fara í kirkju. Ég hafði samband við borgina og reyndi að leysa þetta með leikskólanum. Þetta varð á endanum þannig að hann þurfti alla vega ekki að vera heima," segir Helga Þórey Jónsdóttir, foreldri barns í Hagaborg. Hún segir að í ár hafi staðið til að bjóða börnum sem ekki færu í Neskirkju upp á aðra dagskrá, en hún hafi síðan alls ekki verið kynnt sem valkostur. Kirkjuferðin var í morgun. „Mitt barn fór. Í raun og veru snýst þetta ekki um að við viljum ekki að börn fari í kirkju. Heldur það að fólk hafi val. Að þú þurfir ekki að afvelja kirkjuna og setja þitt barn út á jaðarinn og ákveða að það fari ekki með hópnum. Það var mikil spenna í hópnum í morgun og allir rosa ánægðir. Krakkarnir fengu piparkökur og kakó í kirkjunni. Það er leiðinlegt að það sé ekkert í boði fyrir þá sem fara ekki með nema að sitja eftir með leikskólakennara," segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, foreldri barns í Hagaborg. Málið fékk farsælan endi í Hagaskóla í dag. „Það leystist ágætlega hjá okkur. Þeir fóru á Þjóðminjasafnið. Ég held það hafi bara verið gaman. En það var lausn sem fékkst í morgun, ekki lausn sem var kynnt öllum foreldrum. Það er áreiðanlega fullt af foreldrum á Hagaborg sem hefðu kannski frekar kosið að senda barnið sitt á Þjóðminjasafnið," segir Helga. Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira
Nokkur börn úr leikskólanum Hagaborg heimsóttu Þjóðminjasafnið í morgun á meðan hin hittu prest í Neskirkju. Þessi leið var farin eftir að ósátt foreldri gagnrýndi að engin dagskrá væri fyrir börn sem ekki færu í kirkju með leikskólanum. Ekki er um framtíðarlausn að ræða. Móðir þriggja ára drengs á Hagaborg birti í gær grein á Facebook, sem vakti mikla athygli, um að sonur hennar væri hafður útundan þar sem fjölskyldan sé ekki kristin og að það sé brot á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að mismuna börnum eftir trúarbrögðum. „Þetta eiginlega hófst fyrir ári þegar kirkjuferðir voru farnar á Hagaborg. Þá kom í ljós að það var ekkert í boði fyrir börn sem áttu ekki að fara í kirkju. Ég hafði samband við borgina og reyndi að leysa þetta með leikskólanum. Þetta varð á endanum þannig að hann þurfti alla vega ekki að vera heima," segir Helga Þórey Jónsdóttir, foreldri barns í Hagaborg. Hún segir að í ár hafi staðið til að bjóða börnum sem ekki færu í Neskirkju upp á aðra dagskrá, en hún hafi síðan alls ekki verið kynnt sem valkostur. Kirkjuferðin var í morgun. „Mitt barn fór. Í raun og veru snýst þetta ekki um að við viljum ekki að börn fari í kirkju. Heldur það að fólk hafi val. Að þú þurfir ekki að afvelja kirkjuna og setja þitt barn út á jaðarinn og ákveða að það fari ekki með hópnum. Það var mikil spenna í hópnum í morgun og allir rosa ánægðir. Krakkarnir fengu piparkökur og kakó í kirkjunni. Það er leiðinlegt að það sé ekkert í boði fyrir þá sem fara ekki með nema að sitja eftir með leikskólakennara," segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, foreldri barns í Hagaborg. Málið fékk farsælan endi í Hagaskóla í dag. „Það leystist ágætlega hjá okkur. Þeir fóru á Þjóðminjasafnið. Ég held það hafi bara verið gaman. En það var lausn sem fékkst í morgun, ekki lausn sem var kynnt öllum foreldrum. Það er áreiðanlega fullt af foreldrum á Hagaborg sem hefðu kannski frekar kosið að senda barnið sitt á Þjóðminjasafnið," segir Helga.
Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Sjá meira