Lífið

Hollywood er erfiður staður

MYNDIR / COVER MEDIA
Glee-skvísan Amber Riley opnar sig upp á gátt í viðtali við sjónvarpsþáttinn This Is How I Made It. Hún segir útlitsdýrkunina í Hollywood hafa tekið sinn toll.

Amber er 26 ára og í stærð 16 sem er því miður óvanalegt í stjörnuborginni.

"Hollywood er erfiður staður. Verandi manneskjan sem ég er og í þeirri stærð sem ég er. Verandi kona, svört kona - það eru ekki mörg hlutverk fyrir okkur," segir Amber.

Amber leikur nú í Cotton Club Parade á Broadway en segist hafa fengið tilboð um mikið af hlutverkum bara út á vaxtarlag sitt.

"Mig langaði ekki að leika karakter sem hataði sjálfan sig. Mig langaði að fólk vissi að það væru ekki einu hlutverkin fyrir fólk eins og mig, venjulegar stelpur."

Amber hefur oft rokkað upp og niður þegar kemur að vigtinni en hún hefur tekið líkama sinn í sátt.

"Það eru engar fyrirfram ákveðnar reglur, fyrirfram ákveðið útlit. Þú skapar þínar eigin lífsreglur og þú tekur þínar eigin ákvarðanir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.