Börn þurfa rætur og vængi 15. nóvember 2012 13:45 John Morris sótti meðal annars Sæmundarskóla í Grafarholti heim í heimsókn sinni til Reykjavíkur á dögunum. Breski skólastjórinn John Morris hefur í nokkur ár miðlað af reynslu sinni til reykvískra kennara. Morris sem hefur náð góðum árangri í kennslu drengja segir ekki vænlegt að skilja kynin að í skólum, strákar og stelpur þurfi að læra að vinna saman í skólum eins og í samfélaginu. Upphaf samstarfs Johns Morris, skólastjóra barnaskólans Ardleigh Green Junior í Essex á Bretlandi, við íslenska skóla hófst þegar kennarar í Vesturbæjarskóla sóttu skóla hans heim til þess að kynna sér aðferðir sem þróaðar höfðu verið í skólanum til að bæta námsárangur drengja. Í Ardleigh Green hafði náðst góður árangur í því að minnka mun á milli drengja og stúlkna í námi. "Við höfum reyndar einblínt á bæði kynin og um leið og við höfum náð árangri með drengi hafa stúlkurnar líka bætt sig," segir Morris. "Það henta ekki endilega sömu aðferðir strákum og stelpum og það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því. Stundum þarf að brjóta niður lærdómsferlið til þess að ná betur til strákanna, gefa þeim tíma til að fanga hugtökin og þekkinguna, fagna lærdómsferlinu og einblína ekki bara á árangurinn. Strákar þurfa hvatningu rétt eins og stelpur." Þrátt fyrir að strákar og stelpur séu ólík og þurfi stundum ólíka nálgun á námsefni segir Morris að sitt mat sé að ekki sé vænlegt að skilja kynin að í námi: "Samfélagið snýst um að kynin vinni saman og skólinn þarf að endurspegla það. Ég vil ekki bara að börnin mín kunni að lesa og reikna, þau eiga líka að læra að verða góðir borgarar og lifa í samfélagi þar sem bæði kynin vinna saman," segir Morris og bætir við að miklu máli skipti að krakkar læri að læra. "Meginþáttur lærdómsstefnunnar í mínum skóla er að leggja áherslu á grunnþættina, ensku og stærðfræði. Við viljum að börn séu skapandi og fái að njóta sín, en til þess að þau geri það þurfa þau að ná góðum tökum á þessum grunnþáttum. Og hér er mikilvægt að færa þeim hæfileikana til að læra. Við viljum að börnin okkar verði þrautseig, ábyrg, útsjónarsöm, hugsandi og tilbúin til að læra. Með því að flétta þessu öllu saman þá ná börn að blómstra. Ég tala gjarnan um að börn þurfi bæði rætur og vængi, þau þurfi traustan grunn til þess að geta flogið." Morris hefur miðlað sinni reynslu og þekkingu sem skólamaður til íslenskra kennara í nokkur ár. "Um 200 kennarar í reykvískum skólum hafa heimsótt okkur í Ardleigh Green og fjórtán skólastjórar. Við ræðum þá við kennarana um hina bresku nálgun á menntun og um leið fáum við tækifæri til að kynnast því sem hér er gert vel, og ég verð að segja að ég er fullur aðdáunar á skólastarfi hér á landi. Þrátt fyrir niðurskurð er geysilega mikill metnaður og það er einkar gaman að sækja íslenska skóla heim." Morris segist geta lært margt hér á landi um leið og hann miðlar sinni reynslu til íslenskra kennara. "Útikennslan hér þykir mér til að mynda til fyrirmyndar og kennsla skapandi greina er mjög langt komin, þar eruð þið framar okkur. Hins vegar má segja að við séum komin lengra með kennslu grunngreinanna, stærðfræði og móðurmáls." Morris segir athyglisvert fyrir hann að sækja íslenska skóla heim. "Byggingarnar hér eru margar svo nýjar og flottar. Það er líka gaman fyrir mig að upplifa hið óformlega andrúmsloft sem hér ræður ríkjum, hér er enginn í skólabúningum og fornöfnin eru notuð í samskiptum. Skólinn sem ég stýri er enn í sömu byggingu og hann var í þegar hann var reistur árið 1945. Við hins vegar stöndum mun betur í tækjakosti en íslenskir skólar. Og ég tel það mjög mikilvægt að skólar séu vel búnir tölvum. Við erum að mennta börn fyrir störf sem við þekkjum ekki enn, og því er það mikil áskorun að dragast ekki aftur úr í tæknimálum þannig að börnin okkar geti tekist á við framtíðina." Skólastjóri ársins John Morris var valinn skólastjóri ársins í London og Austur-Englandi á þessu ári. Hann segir heiðurinn hafa verið mikinn og óvæntan. "Ég var tilnefndur af fyrrverandi nemanda en kerfið hjá okkur er þannig að allir geta tilnefnt til verðlaunanna og svo er dómnefnd sem fer yfir tilnefningarnar." Morris er skólastjóri í skólanum Ardleigh Green Junior sem er fyrir börn á aldrinum sjö til ellefu ára. Skólinn, sem er í Essex, hefur náð afburða árangri eins og fram kemur í opinberu mati Ofsted. Hann er í hefðbundnu millistéttarhverfi en fjölmargir nemendur utan hverfis sækja líka í skólann, ekki síst þeir sem þarfnast sérstaks stuðnings. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Breski skólastjórinn John Morris hefur í nokkur ár miðlað af reynslu sinni til reykvískra kennara. Morris sem hefur náð góðum árangri í kennslu drengja segir ekki vænlegt að skilja kynin að í skólum, strákar og stelpur þurfi að læra að vinna saman í skólum eins og í samfélaginu. Upphaf samstarfs Johns Morris, skólastjóra barnaskólans Ardleigh Green Junior í Essex á Bretlandi, við íslenska skóla hófst þegar kennarar í Vesturbæjarskóla sóttu skóla hans heim til þess að kynna sér aðferðir sem þróaðar höfðu verið í skólanum til að bæta námsárangur drengja. Í Ardleigh Green hafði náðst góður árangur í því að minnka mun á milli drengja og stúlkna í námi. "Við höfum reyndar einblínt á bæði kynin og um leið og við höfum náð árangri með drengi hafa stúlkurnar líka bætt sig," segir Morris. "Það henta ekki endilega sömu aðferðir strákum og stelpum og það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því. Stundum þarf að brjóta niður lærdómsferlið til þess að ná betur til strákanna, gefa þeim tíma til að fanga hugtökin og þekkinguna, fagna lærdómsferlinu og einblína ekki bara á árangurinn. Strákar þurfa hvatningu rétt eins og stelpur." Þrátt fyrir að strákar og stelpur séu ólík og þurfi stundum ólíka nálgun á námsefni segir Morris að sitt mat sé að ekki sé vænlegt að skilja kynin að í námi: "Samfélagið snýst um að kynin vinni saman og skólinn þarf að endurspegla það. Ég vil ekki bara að börnin mín kunni að lesa og reikna, þau eiga líka að læra að verða góðir borgarar og lifa í samfélagi þar sem bæði kynin vinna saman," segir Morris og bætir við að miklu máli skipti að krakkar læri að læra. "Meginþáttur lærdómsstefnunnar í mínum skóla er að leggja áherslu á grunnþættina, ensku og stærðfræði. Við viljum að börn séu skapandi og fái að njóta sín, en til þess að þau geri það þurfa þau að ná góðum tökum á þessum grunnþáttum. Og hér er mikilvægt að færa þeim hæfileikana til að læra. Við viljum að börnin okkar verði þrautseig, ábyrg, útsjónarsöm, hugsandi og tilbúin til að læra. Með því að flétta þessu öllu saman þá ná börn að blómstra. Ég tala gjarnan um að börn þurfi bæði rætur og vængi, þau þurfi traustan grunn til þess að geta flogið." Morris hefur miðlað sinni reynslu og þekkingu sem skólamaður til íslenskra kennara í nokkur ár. "Um 200 kennarar í reykvískum skólum hafa heimsótt okkur í Ardleigh Green og fjórtán skólastjórar. Við ræðum þá við kennarana um hina bresku nálgun á menntun og um leið fáum við tækifæri til að kynnast því sem hér er gert vel, og ég verð að segja að ég er fullur aðdáunar á skólastarfi hér á landi. Þrátt fyrir niðurskurð er geysilega mikill metnaður og það er einkar gaman að sækja íslenska skóla heim." Morris segist geta lært margt hér á landi um leið og hann miðlar sinni reynslu til íslenskra kennara. "Útikennslan hér þykir mér til að mynda til fyrirmyndar og kennsla skapandi greina er mjög langt komin, þar eruð þið framar okkur. Hins vegar má segja að við séum komin lengra með kennslu grunngreinanna, stærðfræði og móðurmáls." Morris segir athyglisvert fyrir hann að sækja íslenska skóla heim. "Byggingarnar hér eru margar svo nýjar og flottar. Það er líka gaman fyrir mig að upplifa hið óformlega andrúmsloft sem hér ræður ríkjum, hér er enginn í skólabúningum og fornöfnin eru notuð í samskiptum. Skólinn sem ég stýri er enn í sömu byggingu og hann var í þegar hann var reistur árið 1945. Við hins vegar stöndum mun betur í tækjakosti en íslenskir skólar. Og ég tel það mjög mikilvægt að skólar séu vel búnir tölvum. Við erum að mennta börn fyrir störf sem við þekkjum ekki enn, og því er það mikil áskorun að dragast ekki aftur úr í tæknimálum þannig að börnin okkar geti tekist á við framtíðina." Skólastjóri ársins John Morris var valinn skólastjóri ársins í London og Austur-Englandi á þessu ári. Hann segir heiðurinn hafa verið mikinn og óvæntan. "Ég var tilnefndur af fyrrverandi nemanda en kerfið hjá okkur er þannig að allir geta tilnefnt til verðlaunanna og svo er dómnefnd sem fer yfir tilnefningarnar." Morris er skólastjóri í skólanum Ardleigh Green Junior sem er fyrir börn á aldrinum sjö til ellefu ára. Skólinn, sem er í Essex, hefur náð afburða árangri eins og fram kemur í opinberu mati Ofsted. Hann er í hefðbundnu millistéttarhverfi en fjölmargir nemendur utan hverfis sækja líka í skólann, ekki síst þeir sem þarfnast sérstaks stuðnings.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira