Lífið

Þetta kallar maður ofurmjótt mitti

MYNDIR / COVER MEDIA
Franska leikkonan Marion Cotillard er búin að sjokkera marga eftir að tímaritið W Magazine kom út. Marion prýðir forsíðu blaðsins og sýnir ofurmjótt mittið í rauðri kasmírkápu frá Dior.

Marion er í viðtali við blaðið til að kynna nýjustu mynd sína Rust and Bone þar sem hún leikur hvalaþjálfara. Hún var ekki viss með hlutverkið í fyrstu.

"Mér finnst tilhugsunin um dýr sem eru ekki frjáls ferða sinna mjög óþægileg. Mér fannst ég ekki geta tekið þátt í Rust and Bone fyrst þegar ég heyrði af henni. Ég var óróleg fyrsta daginn sem við æfðum. Hvalirnir voru ekki eins og dýr. Þeir virtust vera leikföng. En þeir eru ekki ógnvekjandi. Og ef maður gefur þeim að borða gera þeir það sem maður vill."

Sumar senurnar voru henni erfiðar af öðrum ástæðum.

"Kynlífssenurnar. Ég hata kynlífssenur. Líkaminn er mikilvægur í þessari mynd en ég hata að vera nakin á skjánum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.