Lífið

Rómantíkin er búin

MYNDIR / COVER MEDIA
Vinir söngkonunnar Britney Spears segja að samband hennar og Jason Trawick standi nú á brauðfótunum. Hún þarfnast hans stanslaust og hann fílar það ekki.

"Rómantíkin er búin. Hann setur hana á hátalara svo vinir hans heyri hana nöldra," segir vinur parsins.

"Ég yrði mjög hissa ef þau giftu sig," bætir vinurinn við.

Britney og Jason trúlofuðu sig í desember í fyrra en þau hafa ekki ákveðið dagsetningu fyrir brúðkaupið. Vonandi gengur þetta allt saman upp fyrir hana Britney.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.