Lífið

Líður enn illa yfir framhjáhaldinu

MYNDIR / COVER MEDIA
Leikaraparið Robert Pattinson og Kristen Stewart hafa í nægu að snúast að reyna að byggja upp samband sitt eftir að upp komst um framhjáhald Kristen og leikstjórans Rupert Sanders.

Þeir sem eru kunnugir parinu segja sambandið vera á réttri leið.

"Hann mun aldrei gleyma því sem hún gerði en hann er búinn að fyrirgefa henni. Rob vill ekki vera reiður lengur. Þau vilja horfa fram á veginn," segir vinur parsins sem vill ekki láta nafn síns getið.

Þetta hefur alls ekki verið auðvelt fyrir Kristen.

"Þau eiga sína slæmu daga og góðu. Kristen er enn mjög sakbitin. Henni líður enn illa og heldur að allur heimurinn hati hana."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.