Lífið

Dreymir um hinn fullkomna hamborgara

MYNDIR / COVER MEDIA
Leikarinn Matthew McConaughey er búinn að svelta sig í margar vikur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Dallas Buyer's Club þar sem hann leikur eyðnismitaðan mann.

Matthew er strax byrjaður að undirbúa fyrstu máltíðina eftir að tökum lýkur eftir fimm vikur. Hann ætlar að fá sér eitt stykki sérhannaðan og fullkomnan hamborgara.

Matthew ætlar að búa til borgarann sjálfur og ætlar að eyða þremur klukkutímum í undirbúning.

"Það verður smjör á báðum brauðunum og þau verða ristuð og grilluð. Ég ætla að bræða ostinn á efra brauðinu og setja á það mayonnaise. Síðan ætla ég að hafa súrsaðar gúrkur, lauk og jalapeno á honum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.