Lífið

Allt lagt undir í kvöld

Síðasti undanúrslitaþáttur af Dans Dans Dans verður sýndur á RÚV í kvöld. Sex atriði keppa um pláss í riðlakeppni þáttarins en þátturinn í kvöld er afar sérstakur.

Þá kemur í ljós hvaða tvö atriði hljóta hið eftirsótta "wildcard" frá dómurum og fá að komast áfram í riðlakeppni. Öll atriði sem hafa ekki komist áfram í þáttunum í beinni útsendingu eiga möguleika á þessu svokallaða "wildcard".

Atriðin sem keppa í kvöld eru ekki af lakari endanum. Area of Stylez snúa aftur en hópurinn gerði mikla lukku í síðustu seríu. Steve Lorenz dansar sóló í þættinum en hann er kominn áfram í riðlakeppnina ásamt félaga sínum Arnari. Babb kom í bátinn hjá tríóinu Ellen, Indy og Þórey á síðustu stundu. Sú síðastnefnda, Þórey Birgisdóttir, þurfti að að draga sig úr atriðinu vegna bakmeiðsla. Hún er komin áfram í riðlakeppnina sem sólóatriði og ætlar að hvíla sig fyrir þá orrustu. Einnig verður gaman að fylgjast með þeim Telmu Rut og Javier Fernandez en þau kynntust í gegnum Facebook og Javier flutti til Íslands fyrir þremur mánuðum.

Gestadómari að þessu sinni verður Magnús Geir Þórðarson, Borgarleikhússtjóri.

Í meðfylgjandi myndasafni eru keppendur kvöldsins.

Facebook-síða Dans Dans Dans






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.