Lífið

Útötuð í leðju

MYNDIR / COVER MEDIA
Hin sykursæta Stacy Keibler hefur loksins ljóstrað upp leyndardómnum á bak við nánast gallalausa húð sína. Hún setti mynd af sér á Twitter þar sem hún var þakin leðju sem finnst í nágrenni Dauðahafsins.

Stacy er kærasta hjartaknúsarans George Clooney en hann missti því miður af fríinu með sinni heittelskuðu.

"Ánægð með að ég náði að dýfa mér í Dauðahafið áður en ég fór heim," skrifaði Stacy á Twitter-síðu sína og sneri svo endurnærð til Hollywood.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.