Lífið

Ómáluð með górilluhúfu

MYNDIR / COVER MEDIA
Poppdrottningin Madonna er þekkt fyrir líflega sviðsframkomu og ögrandi dress en hún var mjög afslöppuð á föstudaginn þegar hún heimsótti svæði í New York sem fór hvað verst út úr fellibylnum Sandy.

Þessi 54ra ára goðsögn í lifandi lífi vakti talsverða athygli á svæðinu enda var hún algjörlega ómáluð og með górilluhúfu á höfðinu.

Madonna mætti á staðinn með aðeins einn lífvörð sem er óvanalegt og var virkilega til í að hjálpa þeim sem komu illa út úr fellibylnum.

Madonna er ekki eina stjarnan sem hefur lagt hönd á plóg til að hjálpa fórnarlömbum Sandy. Hin nýgiftu Jessica Biel og Justin Timberlake hafa til dæmis gert sitt til að hjálpa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.