Lífið

Fatadrama í höllinni

MYNDIR / COVER MEDIA
Hertogynjan Kate Middleton er þekkt fyrir fágaðan fatasmekk og því keppast hönnuðir um að fá að klæða hana. Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sá sér leik á borði þegar hún var í London nýverið og sendi Kate haug af fötum úr nýjustu línu sinni.

Kate kærði sig ekki um fötin, sem Kim hannaði með systrum sínum fyrir Dorothy Perkins, og skilaði fötunum. Kim reyndi líka að bjóða Kate í te í London en hertogynjan afþakkaði boðið. Er þetta liður í plani Kardashian-systranna því þær vilja ekki bara vera frægar í Ameríku heldur líka í Bretlandi.

Kate meinti þó ekkert illt með því að skila Kim fötunum því það er stefna þeirra Vilhjálms að taka ekki við gjöfum frá fólki sem þau þekkja ekki persónulega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.