Lífið

Einhleyp ofurfyrirsæta

MYNDIR / COVER MEDIA
Ofurfyrirsætan Elle Macpherson er einhleyp enn á ný. Hún og kærasti hennar Roger Jenkins eru hætt saman eftir sjö mánaða samband.

Roger er fyrrverandi bankamaður og var um stund hæstlaunaðasti starfsmaður breska bankans Barclays. Hann flakkaði á milli Kaliforníu, Mið-Austurlanda og Brasilíu og kunni ekki jafn vel við sig í London og Elle.

"Roger vildi ekki eyða meiri tíma í London sem varð til þess að upp úr slitnaði hjá þeim. Þau eru samt enn vinir," segir aðili náinn parinu.

Elle deitaði bandaríska bissnessmanninn Jeff Soffer áður en hún byrjaði með Roger. Þá á hún tvö börn með fjárfestinum Apad Busson, kærasta Hollywood-leikkonunnar Umu Thurman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.