Lífið

Í hverju er hún eiginlega?

MYNDIR / COVER MEDIA
Leikkonan Jessica Biel mætti á rauða dregilinn í fyrsta sinn síðan hún gifti sig á frumsýningu kvikmyndarinnar Hitchcock. Hún er óhrædd við að prófa sig áfram á tískubrautinni og valdi ansi athyglisvert dress fyrir frumsýninguna.

Hún klæddist gagnsæjum, silfruðum buxum og topp frá Oscar de la Renta og silfruðum hælum. Mikið hefur verið talað um þetta lúkk vestan hafs og eru ekki allir á eitt sáttir.

Eitt er víst að Jessica ljómar eftir að hún gekk í það heilaga með þúsundþjalasmiðnum Justin Timberlake í síðasta mánuði.

Hér er Jessica með Scarlett Johansson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.