Lífið

Súperpör á tvöföldu stefnumóti

MYNDIR / COVER MEDIA
Kryddpían Emma Bunton og hennar heittelskaði Jade Jones fóru á tvöfalt stefnumót með fótboltamanninum Jamie Redknapp og konu hans Louise um helgina.

Pörin fengu sér snæðing á veitingastaðnum La Bodega Negra í London en sá staður er afar virtur.

Þau virtust skemmta sér konunglega og tóku gestir staðarins eftir að bæði Emma og Louise voru óaðfinnanlega klæddar.

Emma og Jade eiga synina Beau og Tate og Jamie og Louise eiga líka tvo syni – Charley og Beau. Skemmtileg tilviljun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.