Lífið

Þetta er Leonardo DiCaprio að selja

MYNDIR / COVER MEDIA
Hjartaknúsarinn Leonardo DiCaprio er búinn að láta heimili sitt í Malibu á sölu. Hann vill 23 milljónir dollara, tæpa þrjá milljarða króna, fyrir slotið en hann keypti það árið 2002 á sex milljónir dollara, tæplega átta hundruð milljónir króna.

Leonardo er nýbúinn að taka húsið í gegn en í því eru sjö svefnherbergi og sex baðherbergi. Þá fylgir gestahús herlegheitunum.

Leikarinn leigði húsið út yfir sumarið á 150 þúsund dollara á mánuði, rúmar nítján milljónir króna, ef það var leigt út í sex mánuði eða minna. Langtímaleiga var hins vegar 75 þúsund dollarar á mánuði, tæpar tíu milljónir króna.

Leonardo er að leika í kvikmyndinni The Wolf of Wall Street sem stendur en hann á annað heimili í Malibu þó hann eyði mestum tíma sínum í þakíbúð sinni í New York.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.