Ingimundur: Kjötið í Rúmeníu var vítamínríkt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2012 22:19 Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. "Við byrjuðum ekkert sérstaklega og þá einkum varnarlega. Vörnin og markvarslan voru ekki í standi fyrstu tíu mínúturnar. Það var hinsvegar gott flot á sóknarleiknum og við vorum agaðir. Það var allt í járnum í fyrri hálfleiknum. Svo náðum við að halda áfram að spila ágætis sóknarleik í seinni hálfleik en náðum þá að þétta líka vörnina," sagði Ingimundur um gang leiksins. "Kristófer hrökk síðan heldur betur í gang. Hann hefur fengið mikla gagnrýni í haust innan geirans sem hann átti ekki alveg skilið. Hann stóð sig frábærlega í dag og vonandi getur hann byggt á þessum leik í vetur," sagði Ingimundur en ÍR-ingar lásu allt sem HK-menn reyndu á síðustu 20 mínútum leiksins. "Við vorum vel undirbúnir, búnir að hofa á vídeó með þeim og leikgreina þá. Við spiluðum fína vörn í Valsleiknum og tókum það góða úr þeim varnarleik í þennan leik í kvöld þótt að við höfum ekki alveg sýnt það í byrjun," sagði Ingimundur. "Við erum hægt og rólega að þéttast og læra inn á hvern annan. Við erum farnir að trúa meira á konseptið sem við lögðum upp með í haust," sagði Ingimundur sem sýndi engin þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið að ferðast um alla Evrópu með íslenska landsliðinu um síðustu helgi. "Það var vítamínríkt kjötið í Rúmeníu," sagði Ingimundur í gríni. "Ég fékk frí á mánudagskvöldið og nýtti það vel. Ég byrjaði svo að æfa með liðinu á þriðjudaginn og tók tvær mjög góðar æfingar. Mér leið vel í dag og var ekkert þreyttur," sagði Ingimundur sem fékk að láta til sín taka í sókninni í kvöld. "Við erum með soddan fallbyssur í liðinu að ég þarf ekki mikið að vera að gera í sókninni. Þeir voru ekki að sækja út í mig og þá verð ég bara að láta vaða. Mitt hlutverk er samt fyrst og fremst að hjálpa til með varnarleikinn. Svo laumar maður einu og einu inn við tækifæri," sagði Ingimundur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjá meira
Ingimundur Ingimundarson fór á kostum í liði ÍR í kvöld í vörn sem sókn og var einn af aðalmönnunum á bak við níu marka sigur á Íslandsmeisturum HK. Ingimundur skoraði átta mörk, átti fjórar stoðsendingar á félaga sína og sýndi engin þreytumerki eftir landsliðsverkefnið. "Við byrjuðum ekkert sérstaklega og þá einkum varnarlega. Vörnin og markvarslan voru ekki í standi fyrstu tíu mínúturnar. Það var hinsvegar gott flot á sóknarleiknum og við vorum agaðir. Það var allt í járnum í fyrri hálfleiknum. Svo náðum við að halda áfram að spila ágætis sóknarleik í seinni hálfleik en náðum þá að þétta líka vörnina," sagði Ingimundur um gang leiksins. "Kristófer hrökk síðan heldur betur í gang. Hann hefur fengið mikla gagnrýni í haust innan geirans sem hann átti ekki alveg skilið. Hann stóð sig frábærlega í dag og vonandi getur hann byggt á þessum leik í vetur," sagði Ingimundur en ÍR-ingar lásu allt sem HK-menn reyndu á síðustu 20 mínútum leiksins. "Við vorum vel undirbúnir, búnir að hofa á vídeó með þeim og leikgreina þá. Við spiluðum fína vörn í Valsleiknum og tókum það góða úr þeim varnarleik í þennan leik í kvöld þótt að við höfum ekki alveg sýnt það í byrjun," sagði Ingimundur. "Við erum hægt og rólega að þéttast og læra inn á hvern annan. Við erum farnir að trúa meira á konseptið sem við lögðum upp með í haust," sagði Ingimundur sem sýndi engin þreytumerki þrátt fyrir að hafa verið að ferðast um alla Evrópu með íslenska landsliðinu um síðustu helgi. "Það var vítamínríkt kjötið í Rúmeníu," sagði Ingimundur í gríni. "Ég fékk frí á mánudagskvöldið og nýtti það vel. Ég byrjaði svo að æfa með liðinu á þriðjudaginn og tók tvær mjög góðar æfingar. Mér leið vel í dag og var ekkert þreyttur," sagði Ingimundur sem fékk að láta til sín taka í sókninni í kvöld. "Við erum með soddan fallbyssur í liðinu að ég þarf ekki mikið að vera að gera í sókninni. Þeir voru ekki að sækja út í mig og þá verð ég bara að láta vaða. Mitt hlutverk er samt fyrst og fremst að hjálpa til með varnarleikinn. Svo laumar maður einu og einu inn við tækifæri," sagði Ingimundur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn