Meistaralegur mánuður að baki BBI skrifar 31. október 2012 18:52 Jökull Sólberg, Þorsteinn Kári og Magnús Berg standa að Meistaramánuðinum. Mynd/Anton Brink Meistaramánuðurinn svonefndi klárast í dag. Fjölmargir einstaklingar tóku þátt og sameinuðust um að skora á sjálfa sig og gera hlutina sem þá hefur lengi dreymt um. Markmið meistaranna voru æði misjöfn og margir náðu aðdáunarverðum árangri í sínum áskorunum. Meistaramánuðurinn var í október en hann er í hnotskurn einn mánuður þar sem hver og einn skorar sig á hólm og verður sín eigin fyrirmynd. Þátttakendur skrifa niður markmið og einbeita sér svo í heilan mánuð að því að ná þeim. Þannig brjóta meistararnir upp hina dæmigerðu rútínu í lífi sínu. Meistaramánuðurinn klárast í dag og skipuleggjendur mánaðarins segja að mörg markmið hafi vakið athygli og verið skemmtileg. „Það var t.d. einn náungi sem ákvað að gera eitthvað á hverjum degi sem hann gerir ekki dagsdaglega. Það voru oft furðulegir hlutir, kannski að fara út á land og fá sér kaffibolla, fara í keilu eða fara í kröfugöngu með fatlaðri systur sinni. Eitthvað nýtt á hverjum einsta degi. Það var skemmtilegt," segir Þorsteinn Kári Jónsson, sem skapaði fyrirbærið Meistaramánuð. „Tvær listakonur ákváðu að mála eina mynd á hverjum degi. Svo settu þær allar myndirnar beint á netið," segir Þorsteinn. „Svo var einn félagi minn sem er rithöfundur sem ákvað að birta samstundis það sem hann skrifaði á hverjum degi í stað þess að liggja stanslaust yfir því og breyta því fram og aftur. Hann ákvað bara að koma þessu öllu út og það var mjög flott hjá honum." Þannig tók hver þátt í Meistaramánuðinum á sínum forsendum og notaði tækifærið til að ná sínum eigin markmiðum.Framúrskarandi árangur Fjölmargir þátttakendur sögðu óheilsusamlegu líferni stríð á hendur, borðuðu hollan mat og hreyfðu sig reglulega. „Einn félagi minn náði frábærum árangri. Hann var búinn að reyna að grennast lengi en tók allt föstum tökum núna og er búinn að missa níu kíló," segir Þorsteinn. Meistaramánuðurinn skilaði líka miklum árangri í tilviki Þorsteins Kára sjálfs. „Ég var búinn að vera að ströggla við masters-ritgerðina mína. Ég gerði hana að aðalmarkmiðinu mínu í október og ég skilaði henni á mánudaginn," segir hann. Eflaust náðu þannig margir áþreifanlegum árangri í átakinu.Margir tóku þátt Þorsteinn segir ómögulegt að vita nákvæmlega hve margir tóku þátt í Meistaramánuðinum. „Ég hef ekki hugmynd. Við getum fylgst aðeins með virkninni á Facebook," segir hann. Þar voru um 5000 manns skráðir til leiks. Auk þess var mikil virkni á Instagram, þar sem fjölmörgum myndum var póstað á hverjum degi. „Þá gerir maður sér grein fyrir hvað þetta voru ruddalega margir. Þegar maður er að skoða einhverja hópa frá Stykkishólmi og Húsavík sem voru kannski hundrað manns að hvetja hvern annan áfram," segir hann. Eftir erfiðan mánuð eru meistarar hvattir til að halda upp á áfangann og skála og gleðjast með félögum sínum. „Við ætlum sjálfir að hittast, skipulagsnefndin, og fá okkur eitthvað gott að borða og skála hver fyrir öðrum. Og við hvetjum fólk eindregið til að gera slíkt hið sama," segir Þorsteinn. Tengdar greinar:Meistaralegur mánuður að hefjast Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Meistaramánuðurinn svonefndi klárast í dag. Fjölmargir einstaklingar tóku þátt og sameinuðust um að skora á sjálfa sig og gera hlutina sem þá hefur lengi dreymt um. Markmið meistaranna voru æði misjöfn og margir náðu aðdáunarverðum árangri í sínum áskorunum. Meistaramánuðurinn var í október en hann er í hnotskurn einn mánuður þar sem hver og einn skorar sig á hólm og verður sín eigin fyrirmynd. Þátttakendur skrifa niður markmið og einbeita sér svo í heilan mánuð að því að ná þeim. Þannig brjóta meistararnir upp hina dæmigerðu rútínu í lífi sínu. Meistaramánuðurinn klárast í dag og skipuleggjendur mánaðarins segja að mörg markmið hafi vakið athygli og verið skemmtileg. „Það var t.d. einn náungi sem ákvað að gera eitthvað á hverjum degi sem hann gerir ekki dagsdaglega. Það voru oft furðulegir hlutir, kannski að fara út á land og fá sér kaffibolla, fara í keilu eða fara í kröfugöngu með fatlaðri systur sinni. Eitthvað nýtt á hverjum einsta degi. Það var skemmtilegt," segir Þorsteinn Kári Jónsson, sem skapaði fyrirbærið Meistaramánuð. „Tvær listakonur ákváðu að mála eina mynd á hverjum degi. Svo settu þær allar myndirnar beint á netið," segir Þorsteinn. „Svo var einn félagi minn sem er rithöfundur sem ákvað að birta samstundis það sem hann skrifaði á hverjum degi í stað þess að liggja stanslaust yfir því og breyta því fram og aftur. Hann ákvað bara að koma þessu öllu út og það var mjög flott hjá honum." Þannig tók hver þátt í Meistaramánuðinum á sínum forsendum og notaði tækifærið til að ná sínum eigin markmiðum.Framúrskarandi árangur Fjölmargir þátttakendur sögðu óheilsusamlegu líferni stríð á hendur, borðuðu hollan mat og hreyfðu sig reglulega. „Einn félagi minn náði frábærum árangri. Hann var búinn að reyna að grennast lengi en tók allt föstum tökum núna og er búinn að missa níu kíló," segir Þorsteinn. Meistaramánuðurinn skilaði líka miklum árangri í tilviki Þorsteins Kára sjálfs. „Ég var búinn að vera að ströggla við masters-ritgerðina mína. Ég gerði hana að aðalmarkmiðinu mínu í október og ég skilaði henni á mánudaginn," segir hann. Eflaust náðu þannig margir áþreifanlegum árangri í átakinu.Margir tóku þátt Þorsteinn segir ómögulegt að vita nákvæmlega hve margir tóku þátt í Meistaramánuðinum. „Ég hef ekki hugmynd. Við getum fylgst aðeins með virkninni á Facebook," segir hann. Þar voru um 5000 manns skráðir til leiks. Auk þess var mikil virkni á Instagram, þar sem fjölmörgum myndum var póstað á hverjum degi. „Þá gerir maður sér grein fyrir hvað þetta voru ruddalega margir. Þegar maður er að skoða einhverja hópa frá Stykkishólmi og Húsavík sem voru kannski hundrað manns að hvetja hvern annan áfram," segir hann. Eftir erfiðan mánuð eru meistarar hvattir til að halda upp á áfangann og skála og gleðjast með félögum sínum. „Við ætlum sjálfir að hittast, skipulagsnefndin, og fá okkur eitthvað gott að borða og skála hver fyrir öðrum. Og við hvetjum fólk eindregið til að gera slíkt hið sama," segir Þorsteinn. Tengdar greinar:Meistaralegur mánuður að hefjast
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira