Grandinn tekur stakkaskiptum 20. október 2012 15:00 Steinunn Sigurðardóttir. Undanfarin ár hefur Grandinn í Reykjavík tekið miklum stakkaskiptum. Margvísleg fyrirtæki og verslanir hafa sprottið upp á svæði sem eitt sinn var lagt undir starfsemi sem tengdist sjávarútvegi. Sigríður Björg Tómasdóttir blaðamaður og Stefán Karlson ljósmyndari tóku púlsinn úti á Granda í fallegu haustveðri og hittu fyrir fjölbreytilegan hóp athafnafólks. VIL EKKI VERA ANNARS STAÐARBergþóra Guðnadóttir hönnuður í Farmers Market."Ég þekki Grandann vel og vil hvergi annars staðar vera," segir Bergþóra Guðnadóttir hönnuður og eigandi Farmers Market. "Ég og maðurinn minn [Jóel Pálsson] festum kaup á húsnæði fyrir verslun og vinnustofu fyrir nokkrum árum. Við fluttum okkur svo nýverið um set í stærra húsnæði og fáum mikla traffík hingað. Það hékk fólk á hurðarhúninum í morgun," segir Bergþóra en ný Farmers Market verslun er við Hólmaslóð 2. "Núna höfum við líka pláss fyrir vörur annarra og svo rekum við líltið gallerí á einum veggnum," segir Bergþóra sem sést hér á vinnustofu sinni. NÝFLUTTIRDavid og Emil í Kríu."Ég beið eftir því að þetta húsnæði yrði auglýst til leigu og stökk til þegar það var gert," segir David Robertsson annar eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu sem nýverið flutti af Hólmaslóð á Grandagarð. "Það er meira lif hér sem er gott fyrir okkur," segir David sem er hér með Emil Guðmundssyni meðeiganda sínum. VIÐ SJALDSÉÐAN GLUGGA Ragnheiður Guðjónsdóttir hönnuður.Ragnheiður Guðjónsdóttir hönnuður hefur verið með vinnustofu í verbúðunum við Grandagarð í nokkur ár. "Það er sífellt að færast meira líf hingað úti á Grandann sem er alveg frábært," segir Ragnheiður sem hefur opið á verslunartímum á vinnustofu sinni. "Ég er ein af fáum sem hef glugga í götuhæð á rýminu sem ég leigi, þannig að fólk sér að ég er við. Annars á fólk bara að vera ófieimið að taka í hurðarhúnana, hér er margt á seyði bakvið bláu dyrnar." LÖGMÁL MARKAÐARINSGuðlaugur Gunnarsson.Guðlaugur Gunnarsson hefur dagana á Fiskmarkaðnum við Grandagarð en hann flytur fisk út á fiskmarkaði í Bretlandi. "Maður græðir stundum og tapar stundum," sagði Guðlaugur sem var á þönum þegar Fréttablaðið bankaði uppá. "Annars er ekki meira að gerast hér á fimmtudögum, fyrrihluti vikunnar er fjörugri, þið ættuð að vera á ferðinni þá YNDISLEGTSigga Heimis hönnuður.Sigga Heimis hönnuður flutti vinnustofuna sína út á Grandagarð fyrir ári síðan. "Það er frábært að vera hérna. Ég reyni að hafa opið hér hjá mér fjóra daga í viku enda gert ráð fyrir því að starfsemin í verbúðunum sé opin gestum og gangandi. Ég er hér með sýnishorn af verkunum mínum til sölu," segir Sigga sem meðal annars hefur hannað fyrir Ikea. SAKNAR NEFTÓBAKSKARLANASveinn, Eiríkur og Hörður hjá Brimrúnu."Ég hef unnið hér úti á Granda síðan 1993 og breytingarnar eru gríðarlegar. Þá var höfnin miklu stærri og Slippurinn sömleiðs. Hér voru þá neftóbakskarlar og allt iðandi af lífi við höfnina, ég sakna þess," segir Sveinn Kristján Sveinsson. Hann var ásamt félögum sínum hjá Brimrúnu þeim Eiríkur Þórarinssyni og Herði Vilberg við prófanir á gervihnattarbúnaði. DÁSAMLEGT FYRIR STARFSEMINASteinunn Sigurðardóttir fatahönnuður.Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður flutti verslun sína og vinnustofu í gömlu verbúðirnar við Grandagarð fyrir tæpu ári. "Hér er gott að vera enda rýmið dásamlegt fyrir starfsemina. Það eru ekki jafn margir kúnnar sem rekast inn af götunni og í Bankastrætinu þar sem ég var áður en fólk kemur til að versla," segir Steinunn. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Undanfarin ár hefur Grandinn í Reykjavík tekið miklum stakkaskiptum. Margvísleg fyrirtæki og verslanir hafa sprottið upp á svæði sem eitt sinn var lagt undir starfsemi sem tengdist sjávarútvegi. Sigríður Björg Tómasdóttir blaðamaður og Stefán Karlson ljósmyndari tóku púlsinn úti á Granda í fallegu haustveðri og hittu fyrir fjölbreytilegan hóp athafnafólks. VIL EKKI VERA ANNARS STAÐARBergþóra Guðnadóttir hönnuður í Farmers Market."Ég þekki Grandann vel og vil hvergi annars staðar vera," segir Bergþóra Guðnadóttir hönnuður og eigandi Farmers Market. "Ég og maðurinn minn [Jóel Pálsson] festum kaup á húsnæði fyrir verslun og vinnustofu fyrir nokkrum árum. Við fluttum okkur svo nýverið um set í stærra húsnæði og fáum mikla traffík hingað. Það hékk fólk á hurðarhúninum í morgun," segir Bergþóra en ný Farmers Market verslun er við Hólmaslóð 2. "Núna höfum við líka pláss fyrir vörur annarra og svo rekum við líltið gallerí á einum veggnum," segir Bergþóra sem sést hér á vinnustofu sinni. NÝFLUTTIRDavid og Emil í Kríu."Ég beið eftir því að þetta húsnæði yrði auglýst til leigu og stökk til þegar það var gert," segir David Robertsson annar eigandi reiðhjólaverslunarinnar Kríu sem nýverið flutti af Hólmaslóð á Grandagarð. "Það er meira lif hér sem er gott fyrir okkur," segir David sem er hér með Emil Guðmundssyni meðeiganda sínum. VIÐ SJALDSÉÐAN GLUGGA Ragnheiður Guðjónsdóttir hönnuður.Ragnheiður Guðjónsdóttir hönnuður hefur verið með vinnustofu í verbúðunum við Grandagarð í nokkur ár. "Það er sífellt að færast meira líf hingað úti á Grandann sem er alveg frábært," segir Ragnheiður sem hefur opið á verslunartímum á vinnustofu sinni. "Ég er ein af fáum sem hef glugga í götuhæð á rýminu sem ég leigi, þannig að fólk sér að ég er við. Annars á fólk bara að vera ófieimið að taka í hurðarhúnana, hér er margt á seyði bakvið bláu dyrnar." LÖGMÁL MARKAÐARINSGuðlaugur Gunnarsson.Guðlaugur Gunnarsson hefur dagana á Fiskmarkaðnum við Grandagarð en hann flytur fisk út á fiskmarkaði í Bretlandi. "Maður græðir stundum og tapar stundum," sagði Guðlaugur sem var á þönum þegar Fréttablaðið bankaði uppá. "Annars er ekki meira að gerast hér á fimmtudögum, fyrrihluti vikunnar er fjörugri, þið ættuð að vera á ferðinni þá YNDISLEGTSigga Heimis hönnuður.Sigga Heimis hönnuður flutti vinnustofuna sína út á Grandagarð fyrir ári síðan. "Það er frábært að vera hérna. Ég reyni að hafa opið hér hjá mér fjóra daga í viku enda gert ráð fyrir því að starfsemin í verbúðunum sé opin gestum og gangandi. Ég er hér með sýnishorn af verkunum mínum til sölu," segir Sigga sem meðal annars hefur hannað fyrir Ikea. SAKNAR NEFTÓBAKSKARLANASveinn, Eiríkur og Hörður hjá Brimrúnu."Ég hef unnið hér úti á Granda síðan 1993 og breytingarnar eru gríðarlegar. Þá var höfnin miklu stærri og Slippurinn sömleiðs. Hér voru þá neftóbakskarlar og allt iðandi af lífi við höfnina, ég sakna þess," segir Sveinn Kristján Sveinsson. Hann var ásamt félögum sínum hjá Brimrúnu þeim Eiríkur Þórarinssyni og Herði Vilberg við prófanir á gervihnattarbúnaði. DÁSAMLEGT FYRIR STARFSEMINASteinunn Sigurðardóttir fatahönnuður.Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður flutti verslun sína og vinnustofu í gömlu verbúðirnar við Grandagarð fyrir tæpu ári. "Hér er gott að vera enda rýmið dásamlegt fyrir starfsemina. Það eru ekki jafn margir kúnnar sem rekast inn af götunni og í Bankastrætinu þar sem ég var áður en fólk kemur til að versla," segir Steinunn.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira