Freyja þarf ekki að brjóta kosningalög BBI skrifar 20. október 2012 16:00 Freyja Haraldsdóttir var sjálf meðlimur stjórnlagaráðs. Mynd/GVA Freyja Haraldsdóttir ætlar sér að kjósa í atkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í dag og þarf í þetta sinn ekki að brjóta kosningalög. Alþingi breytti nýverið löggjöfinni svo nú má fatlað fólk velja sér aðstoðarmann ef það getur með skýrum hætti tjáð að það þurfi aðstoð við atkvæðagreiðsluna. "Það var brotið blað, loksins. Það er virkilega ánægjulegt," segir Freyja sem vakti töluverða athygli í forsetakosningunum síðustu þegar hún krafðist þess að fá að greiða atkvæði með aðstoð frá manneskju sem hún treysti og valdi sérstaklega. Samkvæmt lögum átti starfsfólk kjörstjórnar að aðstoða fatlað fólk við að greiða atkvæði. Lögin voru ósveigjanleg og Freyja vildi meina að þau gengju gegn mannréttindum hennar, bæði gegn rétti hennar til einkalífs og reglum um leynilegar kosningar. Henni var þó að lokum leyft að kjósa með hjálp eigin aðstoðarmanns þó það fæli í sér brot á kosningalögum. Málið vakti talsverða athygli og þingmenn kepptust við að lýsa því yfir að þeir styddu baráttu Freyju. Nú í síðustu viku breytti Alþingi svo umræddum lögum. Nú mega fatlaðir velja sér aðstoðarmenn sér til liðsinnis í kjörklefanum. "Svo að ég hlakka bara til að fara að kjósa með minni eigin aðstoðarkonu," segir Freyja sem var á leið á kjörstað þegar fréttastofa hitti á hana. Til að rifja upp baráttu Freyju frá síðustu kosningum má skoða þennan hlekk.Verðlaunahafi Dagurinn hefur verið viðburðarríkur hjá Freyju því hún hlaut mannréttindaviðurkenningu "The Kids Parliament Humanitarian Award 2012" fyrr í dag. Þessa alþjóðlegu viðurkenningu hlaut hún fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum fatlaðra. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpunni í dag. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir ætlar sér að kjósa í atkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í dag og þarf í þetta sinn ekki að brjóta kosningalög. Alþingi breytti nýverið löggjöfinni svo nú má fatlað fólk velja sér aðstoðarmann ef það getur með skýrum hætti tjáð að það þurfi aðstoð við atkvæðagreiðsluna. "Það var brotið blað, loksins. Það er virkilega ánægjulegt," segir Freyja sem vakti töluverða athygli í forsetakosningunum síðustu þegar hún krafðist þess að fá að greiða atkvæði með aðstoð frá manneskju sem hún treysti og valdi sérstaklega. Samkvæmt lögum átti starfsfólk kjörstjórnar að aðstoða fatlað fólk við að greiða atkvæði. Lögin voru ósveigjanleg og Freyja vildi meina að þau gengju gegn mannréttindum hennar, bæði gegn rétti hennar til einkalífs og reglum um leynilegar kosningar. Henni var þó að lokum leyft að kjósa með hjálp eigin aðstoðarmanns þó það fæli í sér brot á kosningalögum. Málið vakti talsverða athygli og þingmenn kepptust við að lýsa því yfir að þeir styddu baráttu Freyju. Nú í síðustu viku breytti Alþingi svo umræddum lögum. Nú mega fatlaðir velja sér aðstoðarmenn sér til liðsinnis í kjörklefanum. "Svo að ég hlakka bara til að fara að kjósa með minni eigin aðstoðarkonu," segir Freyja sem var á leið á kjörstað þegar fréttastofa hitti á hana. Til að rifja upp baráttu Freyju frá síðustu kosningum má skoða þennan hlekk.Verðlaunahafi Dagurinn hefur verið viðburðarríkur hjá Freyju því hún hlaut mannréttindaviðurkenningu "The Kids Parliament Humanitarian Award 2012" fyrr í dag. Þessa alþjóðlegu viðurkenningu hlaut hún fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum fatlaðra. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpunni í dag.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira