Kærleiksmaraþon og knús 22. október 2012 12:40 Unglingar á vopnafirði hafa málað bæinn grænan í vikunni íklædd grænu. Einnig skreyttu þau með grænum borðum, gáfu grænar blöðrur og fóru í fyrirtæki og stofnanir og heilsuðu upp á gesti og gangandi. "Við unglingarnir höfum mjög mikinn metnað fyrir Vinavikunni, erum öll saman að skipuleggja viðburði vikunnar. Stefán Már Gunnlaugsson, presturinn okkar, hefur hjálpað okkur með hugmyndirnar, en við framkvæmum þær svo," segir Sverrir Hrafn Friðriksson, nemandi í 10. bekk í Vopnafjarðarskóla. Unglingar í æskulýðsstarfi Vopnafjarðarkirkju hafa sett mikinn svip á bæinn í vikunni. Þeir hafa, nú þriðja árið í röð, staðið fyrir Vinaviku í bænum. Vikan hófst síðastliðinn sunnudag með Vinabíói og á hverjum degi í vikunni hafa unglingar í bænum staðið fyrir skemmtilegum uppákomum. Sverrir Hrafn segir vikuna hafa gengið mjög vel. "Við höfum gert margt mjög skemmtilegt í vikunni. Á mánudag vöknuðum við eldsnemma, klukkan sjö, og gengum um bæinn og settum fallega orðsendingu á dyrahúna hjá fólki í bænum. Við stóðum fyrir Vinaskrúðgöngu á fimmtudag og fengum marga bæjarbúa til að taka þátt í henni, enda vorum við reyndar búin að vekja mikla athygli á henni með því að fara um bæinn í traktorsvögnum fyrr í vikunni," segir Sverrir Hrafn. Vopnfirsk ungmenni hafa í Vinavikunni einnig bankað upp á hjá íbúum bæjarins og boðist til að aðstoða þá við húsverkin. "Það er mjög vinsælt að fá okkur til þess að þrífa glugga og sópa stéttir." Í gær buðu ungmennin svo upp á knús og fóru létt með það. "Við erum ekkert feimin við að vera vinaleg og ekkert að hugsa um hvort við séum kjánaleg. Það eru allir svo ánægðir með okkur og maður verður auðvitað svo miklu vinalegri þegar maður tekur þátt í Vinavikunni." Sverrir Hrafn hefur tekið þátt í Vinavikunni í þau þrjú ár sem hún hefur verið haldin en nemendur í 8., 9., og 10. bekk standa að vikunni. Markmið unglinganna er að safna sér fyrir ferð á landsmót æskulýðsfélaga á Egilsstöðum. "Söfnunin gengur mjög vel, en við erum ekkert að hugsa um hana öllum stundum, heldur erum bara að njóta lífsins í Vinavikunni." Á morgun er lokadagur vikunnar og ein aðaluppákoman, Kærleiksmaraþonið. "Þá bjóðum við í kaffi og kökur í safnaðarheimilinu að lokinni messu, og svo er pitsuveisla og flugeldasýning líka," segir Sverrir Hrafn að lokum. Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
"Við unglingarnir höfum mjög mikinn metnað fyrir Vinavikunni, erum öll saman að skipuleggja viðburði vikunnar. Stefán Már Gunnlaugsson, presturinn okkar, hefur hjálpað okkur með hugmyndirnar, en við framkvæmum þær svo," segir Sverrir Hrafn Friðriksson, nemandi í 10. bekk í Vopnafjarðarskóla. Unglingar í æskulýðsstarfi Vopnafjarðarkirkju hafa sett mikinn svip á bæinn í vikunni. Þeir hafa, nú þriðja árið í röð, staðið fyrir Vinaviku í bænum. Vikan hófst síðastliðinn sunnudag með Vinabíói og á hverjum degi í vikunni hafa unglingar í bænum staðið fyrir skemmtilegum uppákomum. Sverrir Hrafn segir vikuna hafa gengið mjög vel. "Við höfum gert margt mjög skemmtilegt í vikunni. Á mánudag vöknuðum við eldsnemma, klukkan sjö, og gengum um bæinn og settum fallega orðsendingu á dyrahúna hjá fólki í bænum. Við stóðum fyrir Vinaskrúðgöngu á fimmtudag og fengum marga bæjarbúa til að taka þátt í henni, enda vorum við reyndar búin að vekja mikla athygli á henni með því að fara um bæinn í traktorsvögnum fyrr í vikunni," segir Sverrir Hrafn. Vopnfirsk ungmenni hafa í Vinavikunni einnig bankað upp á hjá íbúum bæjarins og boðist til að aðstoða þá við húsverkin. "Það er mjög vinsælt að fá okkur til þess að þrífa glugga og sópa stéttir." Í gær buðu ungmennin svo upp á knús og fóru létt með það. "Við erum ekkert feimin við að vera vinaleg og ekkert að hugsa um hvort við séum kjánaleg. Það eru allir svo ánægðir með okkur og maður verður auðvitað svo miklu vinalegri þegar maður tekur þátt í Vinavikunni." Sverrir Hrafn hefur tekið þátt í Vinavikunni í þau þrjú ár sem hún hefur verið haldin en nemendur í 8., 9., og 10. bekk standa að vikunni. Markmið unglinganna er að safna sér fyrir ferð á landsmót æskulýðsfélaga á Egilsstöðum. "Söfnunin gengur mjög vel, en við erum ekkert að hugsa um hana öllum stundum, heldur erum bara að njóta lífsins í Vinavikunni." Á morgun er lokadagur vikunnar og ein aðaluppákoman, Kærleiksmaraþonið. "Þá bjóðum við í kaffi og kökur í safnaðarheimilinu að lokinni messu, og svo er pitsuveisla og flugeldasýning líka," segir Sverrir Hrafn að lokum.
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira