Kærleiksmaraþon og knús 22. október 2012 12:40 Unglingar á vopnafirði hafa málað bæinn grænan í vikunni íklædd grænu. Einnig skreyttu þau með grænum borðum, gáfu grænar blöðrur og fóru í fyrirtæki og stofnanir og heilsuðu upp á gesti og gangandi. "Við unglingarnir höfum mjög mikinn metnað fyrir Vinavikunni, erum öll saman að skipuleggja viðburði vikunnar. Stefán Már Gunnlaugsson, presturinn okkar, hefur hjálpað okkur með hugmyndirnar, en við framkvæmum þær svo," segir Sverrir Hrafn Friðriksson, nemandi í 10. bekk í Vopnafjarðarskóla. Unglingar í æskulýðsstarfi Vopnafjarðarkirkju hafa sett mikinn svip á bæinn í vikunni. Þeir hafa, nú þriðja árið í röð, staðið fyrir Vinaviku í bænum. Vikan hófst síðastliðinn sunnudag með Vinabíói og á hverjum degi í vikunni hafa unglingar í bænum staðið fyrir skemmtilegum uppákomum. Sverrir Hrafn segir vikuna hafa gengið mjög vel. "Við höfum gert margt mjög skemmtilegt í vikunni. Á mánudag vöknuðum við eldsnemma, klukkan sjö, og gengum um bæinn og settum fallega orðsendingu á dyrahúna hjá fólki í bænum. Við stóðum fyrir Vinaskrúðgöngu á fimmtudag og fengum marga bæjarbúa til að taka þátt í henni, enda vorum við reyndar búin að vekja mikla athygli á henni með því að fara um bæinn í traktorsvögnum fyrr í vikunni," segir Sverrir Hrafn. Vopnfirsk ungmenni hafa í Vinavikunni einnig bankað upp á hjá íbúum bæjarins og boðist til að aðstoða þá við húsverkin. "Það er mjög vinsælt að fá okkur til þess að þrífa glugga og sópa stéttir." Í gær buðu ungmennin svo upp á knús og fóru létt með það. "Við erum ekkert feimin við að vera vinaleg og ekkert að hugsa um hvort við séum kjánaleg. Það eru allir svo ánægðir með okkur og maður verður auðvitað svo miklu vinalegri þegar maður tekur þátt í Vinavikunni." Sverrir Hrafn hefur tekið þátt í Vinavikunni í þau þrjú ár sem hún hefur verið haldin en nemendur í 8., 9., og 10. bekk standa að vikunni. Markmið unglinganna er að safna sér fyrir ferð á landsmót æskulýðsfélaga á Egilsstöðum. "Söfnunin gengur mjög vel, en við erum ekkert að hugsa um hana öllum stundum, heldur erum bara að njóta lífsins í Vinavikunni." Á morgun er lokadagur vikunnar og ein aðaluppákoman, Kærleiksmaraþonið. "Þá bjóðum við í kaffi og kökur í safnaðarheimilinu að lokinni messu, og svo er pitsuveisla og flugeldasýning líka," segir Sverrir Hrafn að lokum. Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
"Við unglingarnir höfum mjög mikinn metnað fyrir Vinavikunni, erum öll saman að skipuleggja viðburði vikunnar. Stefán Már Gunnlaugsson, presturinn okkar, hefur hjálpað okkur með hugmyndirnar, en við framkvæmum þær svo," segir Sverrir Hrafn Friðriksson, nemandi í 10. bekk í Vopnafjarðarskóla. Unglingar í æskulýðsstarfi Vopnafjarðarkirkju hafa sett mikinn svip á bæinn í vikunni. Þeir hafa, nú þriðja árið í röð, staðið fyrir Vinaviku í bænum. Vikan hófst síðastliðinn sunnudag með Vinabíói og á hverjum degi í vikunni hafa unglingar í bænum staðið fyrir skemmtilegum uppákomum. Sverrir Hrafn segir vikuna hafa gengið mjög vel. "Við höfum gert margt mjög skemmtilegt í vikunni. Á mánudag vöknuðum við eldsnemma, klukkan sjö, og gengum um bæinn og settum fallega orðsendingu á dyrahúna hjá fólki í bænum. Við stóðum fyrir Vinaskrúðgöngu á fimmtudag og fengum marga bæjarbúa til að taka þátt í henni, enda vorum við reyndar búin að vekja mikla athygli á henni með því að fara um bæinn í traktorsvögnum fyrr í vikunni," segir Sverrir Hrafn. Vopnfirsk ungmenni hafa í Vinavikunni einnig bankað upp á hjá íbúum bæjarins og boðist til að aðstoða þá við húsverkin. "Það er mjög vinsælt að fá okkur til þess að þrífa glugga og sópa stéttir." Í gær buðu ungmennin svo upp á knús og fóru létt með það. "Við erum ekkert feimin við að vera vinaleg og ekkert að hugsa um hvort við séum kjánaleg. Það eru allir svo ánægðir með okkur og maður verður auðvitað svo miklu vinalegri þegar maður tekur þátt í Vinavikunni." Sverrir Hrafn hefur tekið þátt í Vinavikunni í þau þrjú ár sem hún hefur verið haldin en nemendur í 8., 9., og 10. bekk standa að vikunni. Markmið unglinganna er að safna sér fyrir ferð á landsmót æskulýðsfélaga á Egilsstöðum. "Söfnunin gengur mjög vel, en við erum ekkert að hugsa um hana öllum stundum, heldur erum bara að njóta lífsins í Vinavikunni." Á morgun er lokadagur vikunnar og ein aðaluppákoman, Kærleiksmaraþonið. "Þá bjóðum við í kaffi og kökur í safnaðarheimilinu að lokinni messu, og svo er pitsuveisla og flugeldasýning líka," segir Sverrir Hrafn að lokum.
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein