Hamingjusamur með útihurðina 22. október 2012 14:41 Bergþór er nokkuð ánægður með heimilið sitt. Bergþór Pálsson, söngvari Hvað ert þú helst að fást við þessa dagana? Eins og venjulega er ég að sýsla við undirbúning á hinum og þessum tækifærissöng við brúðkaup, jarðarfarir, afmæli o.s.frv. Auk þess þarf ég alltaf að hugsa til lengri tíma, í augnablikinu er ég að vinna í dagskrá fyrir tónleika í Washington í vor. Auk þess kenni ég svolítið.Stendur þú í einhverjum framkvæmdum á heimilinu eða hefur nýlokið við? Varla er hægt að kalla það framkvæmdir, en fyrir skömmu málaði ég útidyrahurðina í sænskrauðum lit og er býsna hamingjusamur með það.Ertu duglegur að breyta og bæta heima við? Ég held að undirmeðvitundin sé alveg að fara að ákveða dag til að fara í geymsluna. Það er með ólíkindum hvað maður getur safnað að sér drasli sem engin not eru fyrir, en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hummar maður alltof oft fram af sér að ráðast á það. Eins og það er nú gaman þegar það er búið! Mér finnst gaman að færa til húsgögn og skipta út skrautmunum (sem stundum finnast í geymslunni þegar maður lagar þar til!), en ég er samt tiltölulega ánægður með fyrirkomulagið eins og það er. Er einhver hlutur sem þig langar sérstaklega mikið í þessa dagana? Ég ríf oft í hár mér þegar ég er að reyna að ná sléttri plastfilmu úr pakkanum, þannig að mig langar í plastrúllu upp á vegg, en hef ekki fundið. Þar sem ég á afmæli í dag, verður mér kannski að ósk minni (er ekki hægt að síkríta svona?). Hver er uppáhaldshluturinn þinn í eldhúsinu? Sítrónupressan fína. Sítrónuvatn er undrameðal sem heldur mér kraftmiklum, meðan kaffi gerir mig slappan og þreyttan. Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á heimilinu? Hornið í sjónvarpssófanum þar sem ég vinn alltaf ýmislegt í höndum og anda niður í kvið til að reyna að halda jafnvægi í lífsins ólgusjó, meðan sjónvarpið malar. Oft skrúfa ég samt niður í því. Stundum skiptir maður um stöð, en ánægðastur var ég þegar ég uppgötvaði að ég gat hlustað á Rás 1 í sjónvarpinu. Það er svo heimilislegt! Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
Bergþór Pálsson, söngvari Hvað ert þú helst að fást við þessa dagana? Eins og venjulega er ég að sýsla við undirbúning á hinum og þessum tækifærissöng við brúðkaup, jarðarfarir, afmæli o.s.frv. Auk þess þarf ég alltaf að hugsa til lengri tíma, í augnablikinu er ég að vinna í dagskrá fyrir tónleika í Washington í vor. Auk þess kenni ég svolítið.Stendur þú í einhverjum framkvæmdum á heimilinu eða hefur nýlokið við? Varla er hægt að kalla það framkvæmdir, en fyrir skömmu málaði ég útidyrahurðina í sænskrauðum lit og er býsna hamingjusamur með það.Ertu duglegur að breyta og bæta heima við? Ég held að undirmeðvitundin sé alveg að fara að ákveða dag til að fara í geymsluna. Það er með ólíkindum hvað maður getur safnað að sér drasli sem engin not eru fyrir, en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hummar maður alltof oft fram af sér að ráðast á það. Eins og það er nú gaman þegar það er búið! Mér finnst gaman að færa til húsgögn og skipta út skrautmunum (sem stundum finnast í geymslunni þegar maður lagar þar til!), en ég er samt tiltölulega ánægður með fyrirkomulagið eins og það er. Er einhver hlutur sem þig langar sérstaklega mikið í þessa dagana? Ég ríf oft í hár mér þegar ég er að reyna að ná sléttri plastfilmu úr pakkanum, þannig að mig langar í plastrúllu upp á vegg, en hef ekki fundið. Þar sem ég á afmæli í dag, verður mér kannski að ósk minni (er ekki hægt að síkríta svona?). Hver er uppáhaldshluturinn þinn í eldhúsinu? Sítrónupressan fína. Sítrónuvatn er undrameðal sem heldur mér kraftmiklum, meðan kaffi gerir mig slappan og þreyttan. Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á heimilinu? Hornið í sjónvarpssófanum þar sem ég vinn alltaf ýmislegt í höndum og anda niður í kvið til að reyna að halda jafnvægi í lífsins ólgusjó, meðan sjónvarpið malar. Oft skrúfa ég samt niður í því. Stundum skiptir maður um stöð, en ánægðastur var ég þegar ég uppgötvaði að ég gat hlustað á Rás 1 í sjónvarpinu. Það er svo heimilislegt!
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira