Átök á mili Vítisengla og Útlaga - mikill titringur vegna málsins 22. október 2012 22:00 Á innfeldu myndinni má sjá samskonar peysu og Vítisengillinn skipaði manninum að klæða sig úr. Átök urðu á milli meðlima vélhjólagengjanna Hells Angels og Outlaws um helgina og ríkir töluverður titringur í báðum herbúðum vegna málsins samkvæmt heimildum Vísis. Meðlimur Vítisenglanna skallaði meðlim Outlaws í andlitið á bifvélaverkstæði um helgina. Ástæðan var sú að sá sem var skallaður var klæddur í peysu merktri Outlaws. Vítisengillinn, sem var með nokkrum félögum úr klúbbnum, skipaði þá Útlaganum að klæða sig úr peysunni. Þegar sá neitaði skallaði Vítisengillinn Útlagann í andlitið. Félagi Vítisengilsins skarst þá í leikinn og kom í veg fyrir frekari átök. Samkvæmt heimildum Vísis varð strax mikill titringur vegna málsins í báðum herbúðum. Meðal annars nýttu meðlimir Útlaganna Facebook til þess að koma hótunum á framfæri við klúbbinn og mátti litlu muna að frekari átök brytust út. Hvorugur klúbburinn vill hinsvegar lenda í átökum í ljósi mikils þrýstings sem lögreglan beitir vélhjólagengin með eftirliti sínu, og hafa því meðlimir Vítisenglanna boðið fram sáttarhönd. Útlagarnir segja að ekki verði hægt að semja frið nema að sá sem sló Útlagann hljóti sömu örlög, það er að segja að hann þoli einhverskonar barsmíðar, eða kjaftshögg í besta falli. Vítisenglarnir hafa ekki þekkst boðið að því er Vísir kemst næst, en meðlimir Útlaganna eru samkvæmt heimildum ekki sveigjanlegir hvað þetta varðar. Þess má geta að þetta sérkennilega réttlæti hefur áður verið beitt á milli klúbbanna í átökum þeirra á milli. Helgin hjá Vítisenglunum hefur aftur á móti verið viðburðarrík en mikil grillveisla var haldin í klúbbahúsnæði vélhjólaklúbbsins Devils Choice í Garðabæ, sem á að vera stuðningsklúbbur Vítisenglanna. Samkvæmt heimildarmanni sem Vísir ræddi við þá mátti finna fjölda erlendra Vítisengla í veislunni, en það hefur ekki fengist staðfest. Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli hefur hingað til brugðist mjög hart við þegar útlendir Vítisenglar reyna að komast til landsins. Þeim hefur umsvifalaust verið snúið til baka. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Átök urðu á milli meðlima vélhjólagengjanna Hells Angels og Outlaws um helgina og ríkir töluverður titringur í báðum herbúðum vegna málsins samkvæmt heimildum Vísis. Meðlimur Vítisenglanna skallaði meðlim Outlaws í andlitið á bifvélaverkstæði um helgina. Ástæðan var sú að sá sem var skallaður var klæddur í peysu merktri Outlaws. Vítisengillinn, sem var með nokkrum félögum úr klúbbnum, skipaði þá Útlaganum að klæða sig úr peysunni. Þegar sá neitaði skallaði Vítisengillinn Útlagann í andlitið. Félagi Vítisengilsins skarst þá í leikinn og kom í veg fyrir frekari átök. Samkvæmt heimildum Vísis varð strax mikill titringur vegna málsins í báðum herbúðum. Meðal annars nýttu meðlimir Útlaganna Facebook til þess að koma hótunum á framfæri við klúbbinn og mátti litlu muna að frekari átök brytust út. Hvorugur klúbburinn vill hinsvegar lenda í átökum í ljósi mikils þrýstings sem lögreglan beitir vélhjólagengin með eftirliti sínu, og hafa því meðlimir Vítisenglanna boðið fram sáttarhönd. Útlagarnir segja að ekki verði hægt að semja frið nema að sá sem sló Útlagann hljóti sömu örlög, það er að segja að hann þoli einhverskonar barsmíðar, eða kjaftshögg í besta falli. Vítisenglarnir hafa ekki þekkst boðið að því er Vísir kemst næst, en meðlimir Útlaganna eru samkvæmt heimildum ekki sveigjanlegir hvað þetta varðar. Þess má geta að þetta sérkennilega réttlæti hefur áður verið beitt á milli klúbbanna í átökum þeirra á milli. Helgin hjá Vítisenglunum hefur aftur á móti verið viðburðarrík en mikil grillveisla var haldin í klúbbahúsnæði vélhjólaklúbbsins Devils Choice í Garðabæ, sem á að vera stuðningsklúbbur Vítisenglanna. Samkvæmt heimildarmanni sem Vísir ræddi við þá mátti finna fjölda erlendra Vítisengla í veislunni, en það hefur ekki fengist staðfest. Sýslumannsembættið á Keflavíkurflugvelli hefur hingað til brugðist mjög hart við þegar útlendir Vítisenglar reyna að komast til landsins. Þeim hefur umsvifalaust verið snúið til baka.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira