Lífið

Nýtt og betra Sambíó í Kringlunni

Framkvæmdum í Sambíóunum Kringlunni er nú formlega lokið en framkvæmdir hafas taðið þar yfir undanfarna mánuði. Sambíóin kynna því með stolti „nýtt" kvikmyndahús í Kringlunni. Bíósalirnir hafi tekið stórfelldum breytingum til hins betra með tilkomu nýrra veggklæðninga, gólfteppa, lýsingar, auknu fótarými fyrir gesti auk nýrra sæta og því er í raun hægt að tala um nýtt bíó.

Útlitið á Sambíóunum Kringlunni í dag er það sama og er í Sambíóunum Egilshöll, eins vinsælasta og flottasta kvikmyndahús Íslands og því hægt að fullyrða að með endurbótum á Sambíóunum Kringlunni fylgi aukin gæði og þægindi fyrir hinn íslenska kvikmyndaáhugamann.Umsjón með útliti var Birgir Örn Einarsson hönnuður en hann hafði einnig umsjón með Sambíóunum Egilshöll.

Auk Birgis kom Ragnar Auðunn Birgisson arkitekt ásamt THG Arkitektum að verkefninu.Verkefnið var samvinnuverkefni Reita og Sambíóanna.

Sambíó.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.