Fyrrverandi ríkissaksóknari segir orð Jóns Steinars fordæmalaus BBI skrifar 25. október 2012 11:50 Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Það er algjörlega fordæmalaust af fyrrverandi hæstaréttardómara að segja að saklaus maður sitji í fangelsi. Þetta segir Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, í tilefni af ummælum Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Jón Steinar sagði í þættinum Klinkinu hér á Vísi um helgina að hugsanlega sæti saklaus maður í fangelsi vegna dóms Hæstaréttar í nauðgunarmáli. Jón Steinar hefur tvisvar eftir að hann lét af embætti dómara gagnrýnt réttinn fyrir að hafa slakað á kröfum um sönnunarfærslu. Hann hefur jafnframt sagt að hann hafi fundið fyrir mótbyr fram samdómurum sínum í Hæstarétti. Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, segist telja að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi ekki átt erindi í Hæstarétt á sínum tíma. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag ýjar hann að því að Jón Steinar hafi hreinlega verið vanhæfur í kynferðisbrotamálum vegna skoðana sinna og segir umfjöllun hans um réttinn síðustu daga ósanngjarna og til þess fallna að draga úr trúverðugleika réttarins. Valtýr segir að mótlætið sem Jón upplifði í Hæstarétti megi líklega rekja til persónuleika hans sjálfs. Jón hafi verið góður málflytjandi en hafi alltaf átt erfitt með að taka því þegar ekki var fallist á skoðanir hans og því hafi dómarastarfið hentað honum illa. Valtýr segir skoðanir Jóns Steinars á sönnunarfærslu afar alvarlegar og hreint ekki hefðbundnar eða viðurkenndar. Jón telur að svonefnd óbein sönnunargögn hafi lítið sem ekkert vægi í sönnunarfærslu. Valtýr rifjar upp að árið 2008 sendi hann sem ríkissaksóknari sent bréf til Hæstaréttar þar sem farið var fram á að Jón Steinar viki sæti í kynferðisbrotamáli vegna skoðana hans. Ef fallist væri á skoðanir Jóns yrði væntanlega óhjákvæmilegt að sýkna í nær öllum kynferðisbrotamálum að mati Valtýs. Þess vegna þótti seta Jóns í Hæstarétti skapa alvarleg vandamál í kynferðisbrotamálum. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Það er algjörlega fordæmalaust af fyrrverandi hæstaréttardómara að segja að saklaus maður sitji í fangelsi. Þetta segir Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, í tilefni af ummælum Jóns Steinars Gunnlaugssonar. Jón Steinar sagði í þættinum Klinkinu hér á Vísi um helgina að hugsanlega sæti saklaus maður í fangelsi vegna dóms Hæstaréttar í nauðgunarmáli. Jón Steinar hefur tvisvar eftir að hann lét af embætti dómara gagnrýnt réttinn fyrir að hafa slakað á kröfum um sönnunarfærslu. Hann hefur jafnframt sagt að hann hafi fundið fyrir mótbyr fram samdómurum sínum í Hæstarétti. Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, segist telja að Jón Steinar Gunnlaugsson hafi ekki átt erindi í Hæstarétt á sínum tíma. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag ýjar hann að því að Jón Steinar hafi hreinlega verið vanhæfur í kynferðisbrotamálum vegna skoðana sinna og segir umfjöllun hans um réttinn síðustu daga ósanngjarna og til þess fallna að draga úr trúverðugleika réttarins. Valtýr segir að mótlætið sem Jón upplifði í Hæstarétti megi líklega rekja til persónuleika hans sjálfs. Jón hafi verið góður málflytjandi en hafi alltaf átt erfitt með að taka því þegar ekki var fallist á skoðanir hans og því hafi dómarastarfið hentað honum illa. Valtýr segir skoðanir Jóns Steinars á sönnunarfærslu afar alvarlegar og hreint ekki hefðbundnar eða viðurkenndar. Jón telur að svonefnd óbein sönnunargögn hafi lítið sem ekkert vægi í sönnunarfærslu. Valtýr rifjar upp að árið 2008 sendi hann sem ríkissaksóknari sent bréf til Hæstaréttar þar sem farið var fram á að Jón Steinar viki sæti í kynferðisbrotamáli vegna skoðana hans. Ef fallist væri á skoðanir Jóns yrði væntanlega óhjákvæmilegt að sýkna í nær öllum kynferðisbrotamálum að mati Valtýs. Þess vegna þótti seta Jóns í Hæstarétti skapa alvarleg vandamál í kynferðisbrotamálum.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira