Undir venjulegum kringumstæðum vekur Oprah gríðarlega mikla athygli hvar sem hún stígur niður fæti en það er óhætt að segja að grænu loðnu inniskórnir sem hún ákvað að klæðast hafi ýtt enn frekar undir tryllt viðbrögð aðdáenda hennar.
Virtist Oprah skemmta sér vel yfir eigin uppátæki og glennti inniskóna framan í ljósmyndara. Gott að hún tekur sig ekki alvarlega drottningin.
