Já, hamingjan var hér 29. október 2012 11:30 MYNDIR / GUNNAR REYR Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson hélt þrenna útgáfutónleika í reiðhöll Þorlákshafnar ásamt Lúðrasveit bæjarins vegna útkomu þriðju sólóplötu hans, Þar sem himin ber við haf. Tónlistarband eldri borgara í Þorlákshöfn, Tónar og Trix, komu einnig fram og fluttu lagið Tónar við hafið sem móðir Jónasar, Ragna Erlendsdóttir, á textann að. Fullt var út úr dyrum alla þrjá tónleikadagana og komu hátt í þrettán hundruð manns að hlýða á stórkostlega tónleika. "Tónleikarnir tókust æðislega vel. Það var eins og eitthvað hafi losnað úr læðingi því það var svo mikil samkennd og gleði í öllum sem komu á þessa tónleika. Allir sem komu að þessu stóðu sig frábærlega," segir Jónas í skýjunum. "Þegar mest var voru hátt í sjötíu manns á sviðinu sem samanstóð af frábæru bandi, lúðrasveit í toppformi og síðan var tónlistarhópur eldri borgara sem kom, sá og sigraði. Ofan á allt vorum við með herskara af frábærum tæknimönnum sem pökkuðu þessu inn í göldróttan hljóðheim. Ég held að þetta hafi komið fólki verulega á óvart. Að keyra út á bjarg í Þorlákshöfn og ganga inn í reiðhöll sem var búið að taka algjörlega í gegn og breyta í tónleikasal með fullkomnu hljóðkerfi og ljósakerfi." Jónas hefur slegið í gegn á Íslandi með Ritvélum framtíðarinnar og er lagið Hamingjan er hér einna vinsælast með þeirri hljómsveit. Þó Ritvélarnar, eða flestar þeirra, hafi verið víðs fjarri í Þorlákshöfn var hamingjan samt svo sannarlega mætt. "Fyrir mig var þetta bara alveg frábær upplifun að finna fyrir samkenndinni í gamla heimabænum þar sem allir lögðust á eitt til að þetta gæti gengið. Það var sama hvað þurfti að gera eða redda, því var kippti í liðinn án nokkurra vandræða," útskýrir Jónas sem hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann kemur fram á nokkrum off-venue-tónleikum á Airwaves í næstu viku og síðan fyrirhugar hann túr í kringum landið um miðjan nóvember til að kynna nýju plötuna sína. Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson hélt þrenna útgáfutónleika í reiðhöll Þorlákshafnar ásamt Lúðrasveit bæjarins vegna útkomu þriðju sólóplötu hans, Þar sem himin ber við haf. Tónlistarband eldri borgara í Þorlákshöfn, Tónar og Trix, komu einnig fram og fluttu lagið Tónar við hafið sem móðir Jónasar, Ragna Erlendsdóttir, á textann að. Fullt var út úr dyrum alla þrjá tónleikadagana og komu hátt í þrettán hundruð manns að hlýða á stórkostlega tónleika. "Tónleikarnir tókust æðislega vel. Það var eins og eitthvað hafi losnað úr læðingi því það var svo mikil samkennd og gleði í öllum sem komu á þessa tónleika. Allir sem komu að þessu stóðu sig frábærlega," segir Jónas í skýjunum. "Þegar mest var voru hátt í sjötíu manns á sviðinu sem samanstóð af frábæru bandi, lúðrasveit í toppformi og síðan var tónlistarhópur eldri borgara sem kom, sá og sigraði. Ofan á allt vorum við með herskara af frábærum tæknimönnum sem pökkuðu þessu inn í göldróttan hljóðheim. Ég held að þetta hafi komið fólki verulega á óvart. Að keyra út á bjarg í Þorlákshöfn og ganga inn í reiðhöll sem var búið að taka algjörlega í gegn og breyta í tónleikasal með fullkomnu hljóðkerfi og ljósakerfi." Jónas hefur slegið í gegn á Íslandi með Ritvélum framtíðarinnar og er lagið Hamingjan er hér einna vinsælast með þeirri hljómsveit. Þó Ritvélarnar, eða flestar þeirra, hafi verið víðs fjarri í Þorlákshöfn var hamingjan samt svo sannarlega mætt. "Fyrir mig var þetta bara alveg frábær upplifun að finna fyrir samkenndinni í gamla heimabænum þar sem allir lögðust á eitt til að þetta gæti gengið. Það var sama hvað þurfti að gera eða redda, því var kippti í liðinn án nokkurra vandræða," útskýrir Jónas sem hefur í nógu að snúast þessa dagana. Hann kemur fram á nokkrum off-venue-tónleikum á Airwaves í næstu viku og síðan fyrirhugar hann túr í kringum landið um miðjan nóvember til að kynna nýju plötuna sína.
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira