Lífið

Teiknaði hrottalega mynd

Listamaðurinn Mundi vondi teiknaði myndina sem prýðir auglýsingaplakat Falsks fugls sem verður frumsýnd snemma á næsta ári. Teikningin kemur einnig við sögu í kvikmyndinni, sem er byggð á samnefndri bók Mikaels Torfasonar.

"Þetta er teiknað upp úr þessum draumi sem aðalleikarinn í bókinni fær, sem er vægast sagt hrottalegur," segir Mundi. Myndin er mjög stór og hún er gróflega teiknuð. "Ég var ekkert að vanda mig, þannig," segir Mundi.

"Ég vildi leyfa þessu að flæða svolítið út því þannig var karakterinn í þessari sögu. Hann er nett bilaður þessi karakter og mér fannst ekki við hæfi að þetta væri voða mikið dúllerí."

Mundi hefur áður komið nálægt kvikmyndaplakötum og hannaði meðal annars plakatið fyrir glæpamyndina Borgríki. Annars er það hinn reyndi Ómar Örn Hauksson sem annast hönnunina fyrir Falskan fugl.

Myndin fjallar um Arnald Gunnlaugsson, 16 ára ólíkindatól, sem leiðist inn á rangar brautir í lífinu. Með helstu hlutverk fara Styr Júlíusson, Davíð Guðbrandsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir. Einnig leika í myndinni Hilmir Snær Guðnason, Damon Younger og Þorsteinn Bachmann.

- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.