Skiptar skoðanir um sveitarfélagið Heiðmörk Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. október 2012 19:08 Ólafur Þór Gunnarsson. Bæjarráð Kópavogs samþykkti í morgun að senda mann út af örkinni til þess að kanna áhugann á því í nágrannasveitarfélögum að sameinast í eitt risasveitarfélag. Tillagan var lögð fram af bæjarfulltrúunum Ólafi Þór Gunnarssyni og Ómari Stefánssyni og gerir hún ráð fyrir að Kópavogur sameinist sveitarfélögunum til suðurs, Garðabæ, Álftanesi og Hafnarfirði. Tillagan gerir ráð fyrir að komið verði á fót viðræðunefnd allra hlutaðeigandi sem skili greinargerð í mars á næsta ári. „Hugmyndin er sú að þessi sveitarfélög eiga mjög margt sameiginlegt í skipulagslegu tilliti mikil samlegðaráhrif, sem skiptir máli í tilliti til íbúarþróunar," segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG. Með stærra sveitarfélagi væri að hans mati hægt að veita íbúum betri þjónustu á flestum sviðum. „Næstu skrefin eru þá að við kópavogsbúar munum boða til viðræðna við sveitarfélögin fyrir sunnan," segir hann. Og nái hugmyndin fram að ganga verður til ný borg á Íslandi og Ólafur þór er meira að segja með hugmynd að nafni. „Já Heiðmörk er í rauninni það nafn sem gæti sameinað þessi sveitarfélög, þarna er svæði sem flest sveitarfélögin eiga land að, við eigum í góðu samstarfi um heiðmörkina og hún er okkur öllum mjög kær," segir hann. Þegar fréttastofa hafði samband við bæjarstjóra hinna sveitarfélaganna er ljóst að hún fellur í misfrjóan jarðveg. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir segir hugmyndina áhugaverða og að hún verði rædd á næsta bæjarstjórnarfundi. Snorri Finnlaugsson bæjarstjóri Álftaness var ekki eins spenntur og sagði að þar á bæ væru menn aðallega að hugsa um fyrirhugaða sameiningu við Garðabæ. Snorri sagði þó vel koma til greina af sinni hálfu að fækka sveitarfélögum eitthvað á svæðinu, þannig að þau yrðu til dæmis þrjú að á höfuðborgarsvæðinu. Og Garðbæingurinn Gunnar Einarsson segir hreint út að sér lítist illa á hugmyndina. Að hans viti væri stærðin ekki hagkvæm. Þá bætti hann við í hálfkæringi að Garðbæingar myndu í það mynda setja það skilyrði að sameinað sveitarfélag fengi nafnið Garðabær en ekki Heiðmörk. Tengdar fréttir Bæjarstjóri segir Heiðmerkurhugmynd áhugaverða "Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 13:09 Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs samþykkti í morgun að senda mann út af örkinni til þess að kanna áhugann á því í nágrannasveitarfélögum að sameinast í eitt risasveitarfélag. Tillagan var lögð fram af bæjarfulltrúunum Ólafi Þór Gunnarssyni og Ómari Stefánssyni og gerir hún ráð fyrir að Kópavogur sameinist sveitarfélögunum til suðurs, Garðabæ, Álftanesi og Hafnarfirði. Tillagan gerir ráð fyrir að komið verði á fót viðræðunefnd allra hlutaðeigandi sem skili greinargerð í mars á næsta ári. „Hugmyndin er sú að þessi sveitarfélög eiga mjög margt sameiginlegt í skipulagslegu tilliti mikil samlegðaráhrif, sem skiptir máli í tilliti til íbúarþróunar," segir Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi VG. Með stærra sveitarfélagi væri að hans mati hægt að veita íbúum betri þjónustu á flestum sviðum. „Næstu skrefin eru þá að við kópavogsbúar munum boða til viðræðna við sveitarfélögin fyrir sunnan," segir hann. Og nái hugmyndin fram að ganga verður til ný borg á Íslandi og Ólafur þór er meira að segja með hugmynd að nafni. „Já Heiðmörk er í rauninni það nafn sem gæti sameinað þessi sveitarfélög, þarna er svæði sem flest sveitarfélögin eiga land að, við eigum í góðu samstarfi um heiðmörkina og hún er okkur öllum mjög kær," segir hann. Þegar fréttastofa hafði samband við bæjarstjóra hinna sveitarfélaganna er ljóst að hún fellur í misfrjóan jarðveg. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir segir hugmyndina áhugaverða og að hún verði rædd á næsta bæjarstjórnarfundi. Snorri Finnlaugsson bæjarstjóri Álftaness var ekki eins spenntur og sagði að þar á bæ væru menn aðallega að hugsa um fyrirhugaða sameiningu við Garðabæ. Snorri sagði þó vel koma til greina af sinni hálfu að fækka sveitarfélögum eitthvað á svæðinu, þannig að þau yrðu til dæmis þrjú að á höfuðborgarsvæðinu. Og Garðbæingurinn Gunnar Einarsson segir hreint út að sér lítist illa á hugmyndina. Að hans viti væri stærðin ekki hagkvæm. Þá bætti hann við í hálfkæringi að Garðbæingar myndu í það mynda setja það skilyrði að sameinað sveitarfélag fengi nafnið Garðabær en ekki Heiðmörk.
Tengdar fréttir Bæjarstjóri segir Heiðmerkurhugmynd áhugaverða "Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 13:09 Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Sjá meira
Bæjarstjóri segir Heiðmerkurhugmynd áhugaverða "Þetta er hugmynd sem er borin fram í fullri alvöru. Ég geri ráð fyrir því að við munum, í fullri alvöru, taka þetta fyrir á næsta fundi bæjarráðs," segir Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar og oddviti Vinstri grænna í bæjarstjórn, um tillögu bæjarfulltrúa Kópavogs, um að sameina Kópavog, Álftanes, Garðabæ og Hafnarfjörð í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 13:09
Bæjarráð Kópavogs vill búa til sveitarfélagið Heiðmörk Bæjarfulltrúar Kópavogs, þeir Ómar Stefánsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn, og Ólafur Þór Gunnarsson, bæjarfulltrúi Vg, lögðu fram í vikunni tillögu þess efnis að leitast ætti eftir því að sameina Hafnarfjörð, Garðabæ, Álftanes og Kópavog í eitt sveitarfélag. 11. október 2012 10:51