Meðfylgjandi mynd var tekin þegar samtalið átti sér stað.

En að allt öðru! Nú stendur meistaramánuður yfir. Hefur þú sett þér markmið þegar kemur að heilsunni í október? "Ég er mjög meðvituð um að lifa heilbrigðu lífi enda hef ég lifað og hrærst í þessum heimi til fjölda ára og finnst alltaf jafn gaman að vinna við áhugamálið mitt. Ég ætla mér að halda áfram nú sem endranær að huga að mataræðinu og hreyfingu og ekki síður að hugsa um andlegu heilsuna en hún er vissulega einn þáttur sem ekki má gleyma.Já, svo ætla ég að vera duglegri að gefa mér tíma til að lesa meira," segir Linda.
Heimasíða Baðhússins.