Breska leikkonan Sienna Miller, 30 ára, og unnusti hennar, leikarinn Tom Sturridge, 26 ára, voru mynduð með þriggja mánaða gamla stúlkuna þeirra, Marlowe, á götum New York borgar í gær. Eins og sjá má á myndunum fær fjölskyldan ekki frið - hún er hundelt af ljósmyndurum hvert sem hún fer. Fylgifiskur frægðarinnar segja sumir!