Ofurstöð í eldfjallafræði undir forystu íslenskra vísindamanna 15. október 2012 12:48 Segir Evrópustyrk að andvirði 950 milljónir króna bæði munu koma vísindamönnum til góða og almenningi en markiðið er að spá betur og fyrir um eldgos. "Fyrir háskólann og Veðurstofuna er þetta mikilvæg viðurkenning á því starfi sem búið er að vinna á undanförnum árum," segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Freysteinn er stjórnandi viðamikils samvinnuverkefnis evrópskra háskóla, stofnana og fyrirtækja, "Ofurstöðvar í eldfjallafræði - FutureVolc", sem miðar að því að samþætta vöktun og rannsóknir á eldfjöllum. Verkefnið hefur fengið vilyrði fyrir tæplega sex milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu, jafnvirði um 950 milljóna króna. Styrkurinn er sá hæsti sem íslenskur vísindamaður hefur fengið til að stjórna Evrópuverkefni og munu íslenskir þátttakendur verkefnisins fá um þriðjung fjárins. "Okkur eru treyst fyrir háum fjármunum úr sjóði þar sem mikil samkeppni er um fjármagnið," segir Freysteinn. Jarðvísindastofnun Háskólans og Veðurstofa Íslands eru leiðandi í verkefninu en aðrir íslenskir aðilar sem taka þátt í því eru almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og upplýsingatæknifyrirtækin Miracle og Samsýn sem starfa á sviði kortagerðar, landupplýsinga- og stjórnkerfa. Reiknað er með að samanlagt komi vel á annað hundrað evrópskir vísindamenn. "Þessi styrkur er mjög mikilvægur fyrir rannsóknarstarf á Íslandi, bæði vegna þess að þetta er há fjárhæð, beint og óbeint, og ekki síður vegna tengslanetsins sem við fáum. Þarna eru saman komnir 26 aðilar í tíu Evrópulöndum, leiðandi stofnanir á sviði eldfjallarannsókna. Markmið verkefnisins, sem stendur næsta þriðja og hálfa árið, er að þróa nýjar leiðir til að meta eldgos og fyrirboða þeirra og kemur það þannig til með að geta nýst almenningi á Íslandi og í Evrópu með beinum hætti. "Við stefnum að því að þróa nýtt kerfi til eldfjallavöktunar, þar sem við samþættum mismunandi fræðigreinar og samtúlkum gögn á skilvirkari hátt en áður, flýta úrvinnsluferli, þróa ný mælitæki og tengja þetta inn í nýtt viðvörunarkerfi og samstarfsnet fyrir eldfjallarannsóknir. Bæði getum við ráðið fólk í ný störf inn á viðkomandi svið, við fáum tækjabúnað sem verður komið fyrir á eldfjöllum, við ætlum að þróa ný tæki og síðan fáum við formlegt, öflugt samskiptanet í eldfjallafræði." Freysteinn segir ávinninginn af þessum rannsóknum geta orðið mikinn fyrir almenning á Íslandi og í Evrópu, ekki síður en fyrir vísindamenn. "Almannavarnir koma til með að fá betri upplýsingar um fyrirboða eldgosa og atburðarás í eldgosi og þaðan fara upplýsingarnar áfram til yfirvalda og almennings. Þetta getur skipt miklu máli, bæði í námunda við gosstöðvar og við gerð spálíkana um öskudreifingu í háloftunum, sem nýtist flugsamgöngum." Þótt verkefnið sé yfirgripsmikið segir Freysteinn það geta hafist nokkuð fljótt. "Í umsókninni um styrkinn lögðum við fram ýtarlegt yfirlit um þau verkefni sem átti að vinna. Fyrsti verkefnisfundurinn með öllum samstarfsaðilum var haldinn fyrir helgi, þar sem við fórum yfir sviðið og lögðum línurnar. Við erum því að byrja en erum með skýra og nákvæma áætlun um hvernig við ætlum að ná markmiðum okkar næsta þrjú og hálft ár." Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
"Fyrir háskólann og Veðurstofuna er þetta mikilvæg viðurkenning á því starfi sem búið er að vinna á undanförnum árum," segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Norræna eldfjallasetrið á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Freysteinn er stjórnandi viðamikils samvinnuverkefnis evrópskra háskóla, stofnana og fyrirtækja, "Ofurstöðvar í eldfjallafræði - FutureVolc", sem miðar að því að samþætta vöktun og rannsóknir á eldfjöllum. Verkefnið hefur fengið vilyrði fyrir tæplega sex milljóna evra styrk frá Evrópusambandinu, jafnvirði um 950 milljóna króna. Styrkurinn er sá hæsti sem íslenskur vísindamaður hefur fengið til að stjórna Evrópuverkefni og munu íslenskir þátttakendur verkefnisins fá um þriðjung fjárins. "Okkur eru treyst fyrir háum fjármunum úr sjóði þar sem mikil samkeppni er um fjármagnið," segir Freysteinn. Jarðvísindastofnun Háskólans og Veðurstofa Íslands eru leiðandi í verkefninu en aðrir íslenskir aðilar sem taka þátt í því eru almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og upplýsingatæknifyrirtækin Miracle og Samsýn sem starfa á sviði kortagerðar, landupplýsinga- og stjórnkerfa. Reiknað er með að samanlagt komi vel á annað hundrað evrópskir vísindamenn. "Þessi styrkur er mjög mikilvægur fyrir rannsóknarstarf á Íslandi, bæði vegna þess að þetta er há fjárhæð, beint og óbeint, og ekki síður vegna tengslanetsins sem við fáum. Þarna eru saman komnir 26 aðilar í tíu Evrópulöndum, leiðandi stofnanir á sviði eldfjallarannsókna. Markmið verkefnisins, sem stendur næsta þriðja og hálfa árið, er að þróa nýjar leiðir til að meta eldgos og fyrirboða þeirra og kemur það þannig til með að geta nýst almenningi á Íslandi og í Evrópu með beinum hætti. "Við stefnum að því að þróa nýtt kerfi til eldfjallavöktunar, þar sem við samþættum mismunandi fræðigreinar og samtúlkum gögn á skilvirkari hátt en áður, flýta úrvinnsluferli, þróa ný mælitæki og tengja þetta inn í nýtt viðvörunarkerfi og samstarfsnet fyrir eldfjallarannsóknir. Bæði getum við ráðið fólk í ný störf inn á viðkomandi svið, við fáum tækjabúnað sem verður komið fyrir á eldfjöllum, við ætlum að þróa ný tæki og síðan fáum við formlegt, öflugt samskiptanet í eldfjallafræði." Freysteinn segir ávinninginn af þessum rannsóknum geta orðið mikinn fyrir almenning á Íslandi og í Evrópu, ekki síður en fyrir vísindamenn. "Almannavarnir koma til með að fá betri upplýsingar um fyrirboða eldgosa og atburðarás í eldgosi og þaðan fara upplýsingarnar áfram til yfirvalda og almennings. Þetta getur skipt miklu máli, bæði í námunda við gosstöðvar og við gerð spálíkana um öskudreifingu í háloftunum, sem nýtist flugsamgöngum." Þótt verkefnið sé yfirgripsmikið segir Freysteinn það geta hafist nokkuð fljótt. "Í umsókninni um styrkinn lögðum við fram ýtarlegt yfirlit um þau verkefni sem átti að vinna. Fyrsti verkefnisfundurinn með öllum samstarfsaðilum var haldinn fyrir helgi, þar sem við fórum yfir sviðið og lögðum línurnar. Við erum því að byrja en erum með skýra og nákvæma áætlun um hvernig við ætlum að ná markmiðum okkar næsta þrjú og hálft ár."
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Lífið Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Lífið Fleiri fréttir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið