Komast með hundruð milljarða úr landi þrátt fyrir höft Magnús Halldórsson skrifar 18. október 2012 20:27 Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur segir stjórnvöld á Íslandi ekki átta sig á alvarleika þess, fái erlendir vogunarsjóðir að komast með mörg hundruð milljarða úr þrotabúum gömlu bankanna. Þetta sé mismunun, þar sem sjóðirnir séu að fá að taka fé úr íslenska kerfinu meðan gjaldeyrishöft eru í gildi. Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudaginn þá er unnið hörðum höndum að því að klára nauðasamninga við kröfuhafa, sem eiga kröfu í bú Glitnis og Kaupþings. Samningarnir verða að óbreyttu kláraðir á næstum vikum en greiðslur til kröfuhafa geta þó að líkindum ekki farið fram fyrr en í byrjun næsta árs. Lagt er upp með það að reiðufé búanna í erlendri mynt, sem er yfir 700 milljarðar króna, verði greitt út til kröfuhafa, en stærstur hluti þeirra eru erlendir vogunar- og skuldabréfasjóðir. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðinu segir nauðasamningana um margt einkennilega. „Þetta er virkilega stórt mál og skiptir öllu upp á hvernig gengur komandi misseri og ár. Mér þykja stjórnvöld ekki skilja eða bera skynbragð á alvarleika málsins." Heiðar Már segir að erlendir vogunarsjóðir séu að fara fá mörg hundruð milljarða í erlendum gjaldeyri, á grundvelli undaþágu frá gjaldeyrishöftum, þrátt fyrir að þeir hafi fjárfest í kröfum sínum eftir hrunið, eftir að höftin voru sett á. „Þeir vissu af neyðarlögunum og vissu af gjaldeyrishöftunum en fjárfestu engu að síður á Íslandi. Þessi aðilar sitja núna allir ásamt ríkisstjórn Íslands og Seðlabankanum við eitt borð. Það á að leyfa einum þessara aðila að standa upp frá borðinu og hirða alla bestu bitana með sér á leiðinni út. Það skilur hina eftir í súpunni." Og Heiðar Már segir að í hans huga kom aðeins eitt til greina. „Það þarf auðvitað að fresta nauðarsamingur. Það er ekki hægt að skrifa slíka samninga út frá þeirri forsendu að erlendir aðilar séu rétthærri en aðrir aðilar — að þeir megi taka verðmæti úr landi, að þeir séu undanþegnir höftum sem aðrir þurfa að búa við." Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur segir stjórnvöld á Íslandi ekki átta sig á alvarleika þess, fái erlendir vogunarsjóðir að komast með mörg hundruð milljarða úr þrotabúum gömlu bankanna. Þetta sé mismunun, þar sem sjóðirnir séu að fá að taka fé úr íslenska kerfinu meðan gjaldeyrishöft eru í gildi. Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudaginn þá er unnið hörðum höndum að því að klára nauðasamninga við kröfuhafa, sem eiga kröfu í bú Glitnis og Kaupþings. Samningarnir verða að óbreyttu kláraðir á næstum vikum en greiðslur til kröfuhafa geta þó að líkindum ekki farið fram fyrr en í byrjun næsta árs. Lagt er upp með það að reiðufé búanna í erlendri mynt, sem er yfir 700 milljarðar króna, verði greitt út til kröfuhafa, en stærstur hluti þeirra eru erlendir vogunar- og skuldabréfasjóðir. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðinu segir nauðasamningana um margt einkennilega. „Þetta er virkilega stórt mál og skiptir öllu upp á hvernig gengur komandi misseri og ár. Mér þykja stjórnvöld ekki skilja eða bera skynbragð á alvarleika málsins." Heiðar Már segir að erlendir vogunarsjóðir séu að fara fá mörg hundruð milljarða í erlendum gjaldeyri, á grundvelli undaþágu frá gjaldeyrishöftum, þrátt fyrir að þeir hafi fjárfest í kröfum sínum eftir hrunið, eftir að höftin voru sett á. „Þeir vissu af neyðarlögunum og vissu af gjaldeyrishöftunum en fjárfestu engu að síður á Íslandi. Þessi aðilar sitja núna allir ásamt ríkisstjórn Íslands og Seðlabankanum við eitt borð. Það á að leyfa einum þessara aðila að standa upp frá borðinu og hirða alla bestu bitana með sér á leiðinni út. Það skilur hina eftir í súpunni." Og Heiðar Már segir að í hans huga kom aðeins eitt til greina. „Það þarf auðvitað að fresta nauðarsamingur. Það er ekki hægt að skrifa slíka samninga út frá þeirri forsendu að erlendir aðilar séu rétthærri en aðrir aðilar — að þeir megi taka verðmæti úr landi, að þeir séu undanþegnir höftum sem aðrir þurfa að búa við."
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira